Gott gengi landsliðs skautaranna okkar á Sonja Heine Trophy í Osló

Helga Mey (mynd: Bubbi)
Helga Mey (mynd: Bubbi)

Þrjár stúlkur frá LSA, auk skautara frá SR og Fjölni eru nú staddar í Osló þar sem íslenska landsliðið tekur þátt á Sonja Heine Trophy. Helga Mey (basic Novice) hóf keppni á fimmtudag og náði 17. sæti af 47 keppendum sem er glæsilegur árangur hjá henni. Ylfa Rún (Advanced Novice) hóf keppni í gær með stutta prógrammið og er sem stendur í 21 sæti með 24.38 stig að loknum fyrri keppnisdegi. Ylfa Rún heldur áfram keppni í dag klukkan 19:10 með frjálsa prógrammið. Sædís Heba hefur leik í Junior síðar í dag en upphitun í hennar hóp hefst kl. 10:57 og röðin kemur svo að henni kl. 11:14. Við fylgjumst með þeim úr fjarska og sendum þeim hlýjar kveðjur og ósk um gott gengi.