Fyrsta úthlutun úr minningarsjóði Evu Bjargar Halldórsdóttur á síðasta vetrardegi

Á síðasta vetrardegi þann 23. apríl var úthlutað í fyrsta skipti úr nýstofnuðum minningarsjóði Evu Bjargar Halldórsdóttur, fyrrum skautara og síðar þjálfara hjá listskautadeildinni, sem lést af slysförum síðasta vetrardag fyrir ári síðan. Móðir Evu Bjargar, Vilborg Þórarinsdóttir fyrrum formaður listskautadeildarinnar, stofnaði Minningarsjóðinn og ákvað stjórn sjóðsins að veita tveim ungum skauturum styrk í ár sem hafa sýnt miklar framfarir á tímabilinu og eru að stefna að því að vinna sig upp á afreksstig. Í ár fengu þær Helga Mey Jóhannsdóttir og Ronja Valgý Baldursdóttir, sem í ár hafa keppt í Basic Novice. Stjórn sjóðsins óskar stelpunum til hamingju með styrkinn og vonar að styrkurinn komi að góðum notum í áframhaldandi skautaiðkun og að þær nái öllum þeim markmiðum sem þær setja sér í framtíðinni ⛸️