Fyrsti leikur U-20 landsliðs Íslands á HM í íshokkí hefst kl 11

Íslenska U-20 landsliðið í íshokkí hefur keppni á Heimsmeistaramótinu í 3. deild núna kl 11 í dag. Leikurinn er í beinni útsendingu hér. Mótið fer fram í Sofia í Búlgaríu en liðið mætir Ástralíu í fyrsta leik.  

Leikmenn SA í liði Íslands:

Sigurður Freyr Þorsteinsson

Matthías Már Stefánsson

Gunnar Arason

Kristján Árnason

Einar Grant

Bjartur Geir Gunnarsson

Þá eru drengirnir okkar þeir Heiðar Kristveigarson og Axel Orongan einnig í liðinu en þeir eru báðir á mála hjá Falu IK í Svíþjóð.

Ísland lenti í 3. sæti á mótinu í fyrra eftir grátlegt tap í undarúrslitaleiknum gegn Tyrklandi. Liðið er líklega enn sterkara í dag og ætti að geta keppt um sigur í mótinu í ár. Liðið lék æfingaleik við Búlgaríu í fyrradag og unnu nokkuð þægilegan 7-2 sigur. Önnur lið í mótinu eru Kína, Nýja-Sjáland, Ísrael og heimaliðið Búlgaría. Ástralía kom niður um deild og ættu því að vera nokkuð sterkir en Kína hafa einnig verið að sækja í sig veðrið síðustu ár svo keppnin verður líklega milli þessara þriggja liða. 

Áfram Ísland!