Garpar í góðum málum

Eftir leiki 3. umferðar eru Garpar í góðum málum og langt komnir með að tryggja sér dolluna. Garpar lögðu Freyjur 8-3 og Ice Hunt sigraði Víkinga 8-4.  Garpar og Víkingar eiga einn leik eftir en önnur lið 2 leiki.  Það eina sem getur komið í veg fyrir að Garpar verði Gimli meistarar er að Ice Hunt vinni sína tvo leiki en þó getur það samt ekki dugað til því ef Dollý vinnur sína leiki líka verða 3 lið jöfn að stigum, með innbyrðis sigra á víxl þannig að þá fara umferðir og jafnvel steinar að telja.  Upplýsingar um skor ofl. má finna hér.