Gimlicup fimmta umferð

Mammútar halda uppteknum hætti

Víkingar voru engin hindrun á leið Mammúta að titlinum, lokatölur í leiknum 11 - 3 fyrir Mammúta, en þeir skoruðu þrjá þrista í leiknum. Mammútar hafa sigrað í öllum fimm umferðunum sem búnar eru.  Garpar lögðu Svartagengið 8 - 5 eftir að Svartagengið hafði unnið tvær fyrstu loturnar með 2 og 2 en þá komu 5 steinar hjá Görpum og 2 og 1 í þeim næstu en SG vann síðustu lotu með einum.  Bragðarefir unnu fimm lotur á móti Fífunum og endaði sá leikur 6 - 1 fyrir Bragðarefum en allar lotur nema ein enduðu á einum stein.  Riddarar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Skytturnar í fimm lotum, en leikurinn endaði 9 - 1 fyrir Riddurum. Úthaldið í góðu lagi núna hjá Riddurunum.