Haustmót ÍSS seinni keppnisdagur

Unglingaflokkur A Haustmót ÍSS 2015
Unglingaflokkur A Haustmót ÍSS 2015

Keppni dagsins hófst með keppni í flokknum 8 ára og yngri A. Þar skautaði til sigurs Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir með 25.58 stigum á sínu fyrsta móti í A flokki.

Því næst hófst keppni í 10 ára og yngri A. Þar kom Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir sá og sigraði með gríðarlegum yfirburðum og 35.49 stigum á sínu fyrsta móti í 10 ára og yngri A.

Keppni í 12 ára og yngri A tók svo við og þar sigraði Rebekka Rós Ómarsdóttir eftir vel skautað prógramm með 38,62 stigum. Rebekka Rós var einnig á sínu fyrsta móti í 12 ára og yngri A

Ísold Fönn og Rebekka Rós náðu með árangri sínum í dag viðmiðum í flokknum ungir og efnilegir hjá íSS.

Þá var komið að keppni í frjálsa prógramminu hjá Stúlkna flokknum.

Marta María Jóhannsdóttir skautaði til sigurs í dag með 47, 87 stig fyrir frjálsa prógrammið og sigraði hún því samanlagt með 72,47 stig

Eftir að hafa staðið efst eftir stutta prógrammið,  varð Ásdís Arna Fen Bergsveinsdóttir í öðru sæti með 41, 63 stig fyrir frjálsaprógrammið og samanlagt  í öðru sæti í flokknum með 67,12 stig.

Aldís Kara Bergsdóttir skautaði sig upp um eitt sæti í dag með flottu frjálsu prógrammi sem skilaði henni 38,89 stigum. Hún hlaut því samanlagt 58,66 stig.

Þess má geta að þetta var fyrsta mótið hjá Ásdísi Örnu og Aldísi Köru í Novice.

Mótinu lauk með keppni í Unglingaflokki A. Þar urðu talsverðar breytingar á sætaröðun eftir frjálsa prógrammið.

Emilía Rós Ómarsdóttir gerði sér lítið fyrir og sigraði frjálsa prógrammið með 55,86 stig. Það skilaði henni samanlagt 85,82 stigum og skilaði þessi flotti árangur henni sigri á sínu fyrsta móti í Unglingaflokki A.

Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir átti fínan dag í dag og laumaði hún sér í annað sæti fyrir frjálsa prógrammið með 50,22 stig og hafnaði hún í fjórða sæti samanlagt með 75, 26 stig.

Við óskum stelpunum öllum, Ivetu Reitmeyerovu þjálfaranum okkar og foreldrum innilega til hamingju með glæsilegt mót. Það má sjá myndir frá verðlaunaafhendingunni hér.