HM í listhlaupi 2010 - Torino

Þessa vikuna fer fram 100. heimsmeistaramót í listhlaupi á vegum alþjóðaskautasambandsins (ISU). Frá og með deginum í dag og fram á næsta sunnudag munu 208 íþróttamenn frá 53 löndum keppa á ísnum í Palavela. Á meðal þeirra eru fjölmargir verðlaunahafar Ólympíuleikanna í Vancouver.

 

Meðal keppenda í kvennaflokki má nefna Yu Na Kim (Kóreu) sem er gullverðlaunahafi Ólympíuleikanna 2010 og silfurverðlaunahafinn Mao Asada (Japan) keppir þar einnig. Í karlaflokki er Daisuke Takahashi skráður til leiks en hann varð þriðji á Ólympíuleikunum.

Systkinin Ivana Reitmayerova og Peter Reitmayer eru einnig skráð til leiks. Þau munu ásamt móður sinni Ivetu Reitmayerova koma í æfingabúðir LSA í ágúst. Við hjá LSA óskum þeim góðs gengis.

Keppnin verður sýnd beint á Eurosport eða hér: http://www.eurovisionsports.tv/events.