Hokkídagur í dag

Það verður mikið um að vera í Skautahöllinni á Akureyri í dag en þá munu fara fram tveir íshokkíleikir.  SA tekur á móti Birninum í 2. flokki karla og mfl kvenna.   Báðir leikirnir eiga það sammerkt að hafa lítið gildi, þ.e.a.s. annað en skemmtanagildi.  Fyrri leikurinn verður síðasta viðureign liðanna í undankeppninni hjá konunum og þar eru úrslitin þegar ráðin, þ.e. Björninn hefur þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn en þetta er síðasta viðureign liðanna fyrir úrslitakeppni sem hefst um næstu helgi.  Úrlistin í þessum leik breyta því ekki á nokkurn hátt stöðunni en úrslitinum munu að öllum líkindum segja eitthvað til um hvað koma skal í úrslitum.  Sú breyting hefur þó verði gerð á liði SA að Josh Gribben mun taka bekkinn og Sarah Smiley mun einbeita sér að spilamennskunni.

Strax á eftir konunum munu strákarnir í 2. flokki mætast í síðustu viðureign vetrarins í þeim flokki en þarna eru úrslitin einnig ráðin því Björninn tryggði sér titilinn í síðata leik gegn SR fyrri sunnan.  En sem sannir keppnismenn þá ætla Bjarnarmenn þeir að mæta í dag og spila þenna síðasta leik og er það vel.  Þessi leikir eru ávallt mikil skemmtun og gárungarnir hafa haft það að orði að þessir leikir séu í raun skemmtilegri heldur en meistaraflokksleikirnir.  Þetta er skemmtilegur dagur framundan með miklu hokkí, skellið kakó á brúsa og grípið með ykkur teppi - það er hokkí í höllinni frá kl. 17:30 til 22:30, gerist ekki betra.