Ísland sigraði Kína 7-4 og Jói setti tvö

Karlalandsliðið í íshokkí sigraði Kína á HM í gær með 7 mörkum gegn 4 og tylltu sér þannig í þriðja sæti riðilsins, stigi á eftir Belgum og Hollandi. Jóhann Már Leifsson skoraði tvö mörk í leiknum en Ingvar Þór Jónsson átti einnig tvær stoðsendingar í leiknum og Hafþór Andri Sigrúnarson eina.

Ísland byrjaði leikinn vel líkt og á móti Belgum þar sem Jói Leifs kom Íslandi yfir eftir rúmlega þriggja mínútna leik og Úlfar Andrésson kom Íslandi skömmu síðar í 2-0. Ísland var mun sterkari aðilinn í fyrstu lotunni en Kínverjar minnkuðu munninn með ódýru marki áður en Jói skoraði annað mark sitt í leiknum og náði aftur tveggja marka forskoti fyrir Ísland. Kínverjar minnkuðu svo aftur muninn í eitt mark undir lok lotunnar og staðan 3-2. Dennis Hedström kom í markið fyrir aðra lotuna í stað Snorra og Ísland náði snemma í annarri lotu þriggja marka forystu með mörkum frá Birni Róberti og Robin Hedström. Kínverjar komu sér þó aftur inn í leikinn með tveimur mörkum og staðan 5-4 fyrir síðustu lotuna. Emil Alengard jók forystu Íslands í byrjun þriðju lotu og Björn Róbert gulltryggði svo sigurinn með öðru marki sínum í leiknum og Ísland vann að lokum verðskuldað 7-4. Ísland spilaði góðan leik heilt yfir og héldu kínverjum vel í skefjum en Ísland hefði hæglega getað klárað leikinn fyrr og unnið stærri sigur. Emil Alengard var að lokum valin besti leikmaður Íslenska liðsins í leiknum.

Ísland mætir Hollandi á morgun þriðjudag en leikurinn hefst kl 11.00 á íslenskum tíma og er sýndur beint hér.

Viðtal við Jóa Leifs

Tölfræði mótsins

Lýsing mbl á leiknum