ÍSLANDSMEISTARAMÓT OG ÍSLANDSMÓT SKAUTASAMBANDS ÍSLANDS

Eftir brösulega byrjun síðastliðina helgi fór fram Íslandsmeistaramót og Íslandsmót barna og unglinga Skautasambands Íslands (ÍSS) hér á Akureyri. Þar átti Listhlaupadeild Skautafélags Akureyrar (LSA) eina 16 keppendur af 49, en nokkrir keppendur að sunnan höfðu dregið sig úr keppni vegna veðurs og veikinda. Þrátt fyrir að eiga fæsta keppendur kom það svo sannarlega ekki niður á úrslitunum þar sem LSA sópaði til sín verðlaunum í öllum flokkum sem félagið átti keppendur í. LSA fékk fjögur gullverðlaun þar af tvo Íslandsmeistaratitla, fjögur silfurverðlaun og tvö bronsverðlaun.

Keppni hófst á laugardaginn á Íslandsmeistaramótinu, þar eru keppendur með tvo dansa, fyrri dansinn er Short Program sem er stutt program og á sunnudag er keppt í Free program sem tekur lengri tíma og þarf að skila fleiri hæfniskröfum og skylduæfingum en í því stutta. Keppni hófst á flokknum Advancad Novice þar voru 9 keppendur og átti LSA 4 keppendur í þeim flokki, þar skilaði Ísold Fönn Vilhjálmsdótir 1.sæti með 36,44stig sem er nýtt stigamet, í 3.sæti var Aldís Kara Bergsdóttir með 25,51stig, svo komu þær Ásdís Arna Fen Bergsveinsdóttir í 4. og Rebekka Rós Ómarsdóttir í því 5., til gamans má geta að þessar flottu stúlkur náðu allar viðmiðum fyrir Úrvalshóp ÍSS, sem er landsliðið, eftir laugardaginn.

Næst á eftir var keppt í flokknum Junior þar sem Marta María Jóhannsdóttir endaði í 1. sæti með 35.77 stig og tæknieinkunn fyrir skylduæfingar 20,37, sem gerir hana að fyrsta skautara Íslands til að ná hluta af viðmiðum í Afrekshóp ÍSS, sem opnar margar nýjar dyr fyrir skautara og ef hún nær viðmiðum í bæði stutta og langa dansinum gæti hún verið fyrsti skautari íslands til að taka þátt í sterkum mótaröðum erlendis, þar með talið heimsmeistaramóti og ISU Grand Prix mótaröðinn.

Sunnudagurinn hófst með keppni á Íslandsmóti barna og unglinga ÍSS, þar hófst keppnin með flokknum Chicks 8ára og yngri, þar sem Sædís Heba Guðmundsdóttir landaði 1. sæti með 19,28 stig, í 3. sæti var svo Indíana Rós Ómarsdóttir með 17,31stig og í 4. sæti var Berglind Inga Benediktsdóttir.

Strax á eftir hófst keppni í flokknum Cubs 10 ára og yngri, þar sem Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir hneppti 1. sætið með 25,58 stigum, í 2. sæti var Katrín Sól Þórhallsdóttir með 21,68 stig, 4. sætið tók Magdalena Sulova.

Þar næst hófst keppni í Basic Novice A, sem jafnframt var stærsti flokkur mótsin. Júlía Rós Viðarsdóttir hneppti 2. sætið með 27,75 stigum, Kolfinna Ýr Birgisdóttir lenti í 10. sæti og í því 13. var Eva María Hjörleifsdóttir.

Því næst hófst keppni í síðasta flokknum á Íslandsmóti barna og unglinga ÍSS Basic Novice B þar sem Eva Björg Halldórsdóttir varð í 2. sæti með 25,66 stig, Hugrún Anna Unnarsdóttir landaði 5. sætinu.

Eftir stutt hlé og hreinsun á ísnum hófst keppni aftur á Íslandsmeistaramóti ÍSS og hófs keppni með Senior en LSA á engan keppanda enn í þeim flokki. Því næst hófst keppni í flokknum Junior þar sem Marta María skautaði af alúð og hreppti 2. sætið með 60.85 stig og því með samanlögð stig í stutta og frjálsa dansinum með 96.62 stig og nægði það henni til að halda 1. sætinu og er því Íslandsmeistari í flokknum Junior 2017.

Síðasti flokkur dagins var svo hörku spennandi keppnin í flokknum Advanced Novice þar sem eins og fyrri daginn hélt Ísöld Fönn forustunni og fékk 65,30 stig og samanlögð stig hennar því 101,70 sem þýðir bæði persónulegt stigamet og stigamet á Íslandi í sinum flokki og er annar skautari á Íslandi til að rjúfa 100 stiga múrinn, sú fyrsta var Emilía Rós Ómarsdóttir okkar á sama móti árið 2015 með 102, 31 stig. Ísold Fönn er því Íslandsmeistari í flokknum Advanced Novice 2017. Í 2. sæti var svo Aldís Kara með 46,66 með tækni stig 21,60 og hefur hún skilað viðmiðum í báðum dönsum fyrir Úrvalshóp ÍSS, en endaði í 3. sæti með samanlagt 71,97 stig. Í 3. sæti var svo Rebekka Rós með 44,47 stig en endaði í 4.sæti samanlagt, fast á hæla þeirra í 4. sæti kom svo Ásdís Arna með 43,20 stig en landaði 5. sæti samanlagt.

Það má með sanni segja að Listhlaupadeild Skautafélags Akureyrar kom sá og sigraði um helgina og ekki skemmir fyrir að vera á heimavelli. Viljum við svo í lokin óska öllum okkar keppendum og foreldrum innilega til hamingju og við endum þetta með að segja ÁFRAM SA!!!! Akureyri má svo sannarlega vera stolt af þessum frábæru stelpum sem eiga svo sannarlega framtíðina fyrir sér.