Íslandsmótið: Garpar komnir á skrið

Garpar hafa unnið fyrstu þrjá leiki sína í mótinu.

Þriðja umferð Íslandsmótsins var leikin í kvöld. Fálkar, Garpar og Riddarar unnu leiki kvöldsins og eru Garpar nú efstir, hafa unnið alla þrjá leiki sína til þessa. Riddarar koma næstir með tvo sigra og síðan Fálkar, Mammútar og Víkingar með einn sigur. Víkingar eru reyndar taplausir eins og Garpar, en hafa aðeins leikið einn leik þar sem þeir hafa setið yfir einu sinni og leik þeirra gegn Skyttunum í 2. umferð var frestað.

Úrslit kvöldsins:
Riddarar - Skytturnar  6-3
Fálkar - Fífurnar  6-4
Mammútar - Garpar  2-7

Fjórða umferðin verður leikin miðvikudagskvöldið 9. febrúar en þá eigast við:

Braut 2: Fífurnar - Mammútar
Braut 4: Víkingar - Riddarar
Braut 5: Skytturnar - Fálkar

Ísumsjón: Mammútar, Riddarar, Fálkar