Íslandsmótið hafið.

Fyrsta umferð íslandsmótsins leikin í kvöld. Skyttur efstar í skotkeppni. 

Fyrsta umferð íslandsmótsins var leikin í kvöld.

Á braut 2 áttust við Vikingar og Svartagengið. Svartagengið byrjaði á að setja 5 í fyrstu umferð sem Víkingar svöruðu með 1 í næstu. Síðan skiptust liðin á að skora 1 stein í næstu umferðum og Svatagengið náði að stela einum í síðustu og sigruðu 8 - 2. Þetta er fyrsti sigur Svartagengis á Víkingum. 

Á Braut 3 spiluðu Mammútar við Riddara. Mammútar byrjuðu á að skora 3 steina í fyrstu umferð sem Riddarar svöruðu með 2 og aftur 2 í þriðju umferð. Þá skora Mammútar 2 og aftur 3 og  staðan orðin 8 - 4.  Riddarar náðu að minnka munin með því að skora 2 í síðustu umferð og endaði leikurinn 8 - 6 fyrir Mammúta.

Á braut 4 spiluðu Garpar og Üllevål. Üllevå skoraði 1 í fyrstu sem Garpar svöruðu með 3 og 1 í næstu umferðum, en þá komu 1 og síðan 2 hjá Üllevål og þeir búnir að jafna leikinn 4 - 4. fyrir síðustu umferð, en Garpar náðu að halda haus og tóku 2 í síðustu umferðinni og sigruðu 6 - 4.

Á braut 5 spiluðu Fífur og Skyttur. Skyttur byrjuðu á að taka 2 steina í fyrstu umferð en Fífur svara með 2 og svo 1 og 1 í næstu umferðum og staðan orðin 4 - 2 . Skyttur skora 1 í fimmtu og Fífur 1 í sjöttu og unnu leikinn 5-3.   Úrslitablaðið HÉR

Eftir leikina tóku liðin skotkeppni sem notuð verður ef ekki næst að raða liðum í sæti fyrir úrslitakeppnina. Fyrst ráða innbyrðis viðureignir en ef það nægir ekki þá verður skotkeppnin látin ráða . Jón Hansen náði bestum árangri einstaklinga, en hann var aðeins 2 cm. frá miðjupunkti. Skyttur náðu bestum árangri í skotkeppninni, þá Mammútar og síðan Garpar.  Úrslit skotkeppninnar má sjá HÉR