Íslandsmótið í krullu 2025

Fyrirkomulag úrslitakeppni íslandsmótsins 2025
Fyrirkomulag úrslitakeppni íslandsmótsins 2025

Íslandsmótið 2025 verður spilað í tveimur umferðum. Fyrri umferðin er spiluð á hefðbundin hátt, allir leika við alla og úrslitin ráðast af stigum síðan umferðum og þá steinum. Verði tvö eða fleiri lið jöfn ræður fyrst fjöldi unnina umferða og síðan fjöldi steina. Fáist ekki niðurstaða á þennan hátt ræður innbyrðir viðureign röðun í sæti. Sigurvegarar í fyrri umferðinni verða Gimli meistarar. Seinni umferðin er útsláttakeppni sem leikin verður á eftirfarandi hátt.

Liðin í fyrsta og öðru sæti sitja hjá í fyrstu umferð.

Liðin í sætum 3-6 leika um það hvaða lið muni leika við liðin í fyrsta og öðru sæti í næstu umferð. Lið í þriðja sæti spilar við lið í sjötta sæti og lið í fjórða sæti spilar við liðið sem endaði í fimmta sæti. Sigurvegarar úr þessum viðureignum spila síðan við liðin sem enduðu í fyrsta og öðru sæti í fyrri umferðinni. Tapliðin leika um þriðja sætið. Þetta fyrirkomulag gefur öllum liðum jafnan möguleika á að verða íslandsmeistari sama í hvaða sæti það lendir í fyrri umferðinni. Allir leikir í úrslitakeppninni verða leiknir til úrslita þ.e. ef jafnt er eftir 6 umferðir er leikin aukaumferð til að ná úrslitum. Taflan hér að neðan sýnir fyrirkomulagið

Fyrri umferðin byrjar 17. febrúar og henni lýkur mánudaginn 17. mars. Mánudaginn 24. mars er ekki leikdagur en væri hægt að nota henn ef einhverjum leikjum hafi þurft að fresta og eins er hægt að nota þann dag til að taka á móti fólki í krullu. Úrslitakeppnin fer fram mánudagana 31. Mars, 7. og 14. apríl sem er síðasti mánudagur sem við höfum fyrir Ice Cup. ( nema við notum 21 apríl sem er annar í páskum.) Dagana 31. mars og 7 apríl eru tvö lið sem sitja yfir sem gefur okkur möguleika á tak á móti gestum í krullu