Íslenska karlalandsliðið með öruggan sigur gegn Búlgaríu

Íslenska karlalansliðið í íshokkí vann Búlgaríu örugglega 8-4 í nótt í öðrum leik liðsins á Heimsmeistaramótinu í 2. Deild B sem fer fram í Dunedin í Nýja-Sjálandi. Ísland skoraði 5 mörk í fyrstu lotunni gegn einu marki Búlgaríu og lögðu þar með grunnin að sigrinum. SA drengirnir okkar voru öflugir í markaskorun í leiknum en Unnar Rúnarson og Hafþór Sigrúnarson skoruðu báðir 2 mörk og Uni Blöndal og Jóhann Leifsson sitthvort markið. Íslenska liðið mætir næst Taívan en leikurinn fer fram á kl. 01:00 á aðfaranótt fimmtudags á íslenskum tíma en allir leikirnir eru sýndir í beinni útsendingu í streymisveitu alþjóða íshokkísambandsins.