Íslenska U-20 íshokkílandsliðið hefur keppni í dag

Íshokkílandslið U-20 hefur keppni í dag á heimsmeistaramótinu í 3. deild sem fram fer í Laugardal og stendur yfir fram á næsta sunnudag. Ísland mætir Ásralíu í fyrsta leik sínum en leikurinn hefst kl. 17.00 og er sýndur í beinni útseningu hér. 

Ísland er í riðli með Ástralíu, Tyrklandi og Tapei en í hinum riðlinum eru Kína, Nýja-Sjáland, Búlgaría og Suður-Afríka. Fylgjast má með stöðunni í mótinu og dagskránni á heimasíðu alþjóða íshokkísambandsins. 12 leikmenn úr SA eru í liðinu en 5 þeirra leika nú erlendis en þjálfari liðsins er einnig frá SA hann Jussi Sipponen.

Leikmenn SA í U-20

  1. Sigurður Freyr Þorsteinsson / SA
  2. Gunnar  Aðalgeir Arason / SA
  3. Róbert Hafberg / Smedjebacken HC
  4. Águst Máni Ágústsson / SA
  5. Axel Orongan / Dallas Snipers
  6. Heiðar Örn Kristveigarsson / Falu IF
  7. Unnar Rúnarsson / Smedjebacken HC
  8. Bjartur Geir Gunnarsson / SA
  9. Einar Kristján Grant / SA
  10. Kristján Árnason / SA
  11. Egill Birgisson / SA
  12. Baltasar Ari Hjálmarsson / SA