Íslenska U-20 liðið í 5. sæti á HM

Siggi Freyr með Helga Páli (mynd: Gunnar J.)
Siggi Freyr með Helga Páli (mynd: Gunnar J.)

Íslenska U-20 landsliðið okkar í íshokkí náði 5. sætinu á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Laugardal með sigri á Tapei í síðasta leik sínum á mótinu. Niðurstaðan er nokkur vonbrigðið en þrátt fyrir það þá stóð liðið sig vel og vann liðið alla sína leiki nema einn, en það kom í veg fyrir að liðið myndi keppa til úrslita í mótinu. Tyrkland náði 3. sætinu í mótinu með sigri á Búlgaríu og Kína stóð uppi sem sigurvegari í mótinu með öruggum sigri á Ástralíu í úrslitaleiknum og fer því upp í 2. deild. Okkar maður hann Sigurður Freyr Þorsteinsson fyrirliði liðsins var valinn besti leikmaður íslenska liðsins á mótinu. Annar uppalinn SA leikmaður hann Heiðar Kristveigarsson var valinn besti sóknamaður heimsmeistaramótsins og Axel Orongan var stigahæsti leikmaður íslenska liðsins.