Íslenska U20 drengja landslið Íslands í íshokkí hefur leik á HM á morgun

Íslenska U20 drengja landslið Íslands hefur leik á morgun á Heimsmeistaramótinu í íshokkí sem fram fer í Belgrad í Serbíu. SA á 14 fulltrúa í liðinu auk fulltrúa í fararstjórn en yfirþjálfari SA Sheldon Reasbeck er einnig aðalþjálfari U20 liðsins. Íslenska liðið mætir Spáni í fyrsta leik kl. 15 á íslenskum tíma en það er stórt próf í fyrsta leik fyrir íslenska liðið því Spánn er líklegast eitt af sterkari liðunum í riðlinum. Auk Spánar eru Serbía, Ástralía, Belgía og Ísrael mótherjar liðsins á mótinu. Fylgjast má með allri tölfræði, stöðu og dagskrá mótsins á heimasíðu alþjóða íshokkísambandsins.

Leikmenn SA í U20 landsliðinu:


Sigurgeir Söruson
Elvar Örn Skúlason
Birkir Einisson
Ólafur Björgvinsson
Ormur Jónsson
Aron Gunnar Ingason
Uni Blöndal
Þorleifur Rúnar Sigvaldason
Stefán Guðnason
Bjarki þór Jóhannsson
Alex Máni Ingason
Arnar Helgi Kristjánsson
Bjarmi Kristjánsson
Daníel Snær Ryan

 

Þá er yfirþjálfari SA Sheldon Reasbeck eins og áður sagði aðalþjálfari liðsins og aðstoðarþjálfari er Eduard Kascak. Tækjastjóri er Marcin Maciej Mojzyszek, Jóhann Þór Jónsson heilbrigðisfulltrúi og fararstjóri er Sigurður Sveinn Sigurðsson formaður Skautafélags Akureyrar.

Við óskum liðinu góðs gengis á mótinu – Áfram Ísland!

 

Leikir Íslands:

19. janúar kl. 15:00 Ísland – Spánn

20. janúar kl. 18:30 Ísland - Serbía

22. janúar kl. 15:00 Ísland - Ástralía

23. janúar kl. 11:30 Ísland - Belgía

25. janúar kl. 11:30 Ísland - Ísrael