Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir heldur áfram að gera það gott á mótum í Evrópu

Ísold Fönn tók þátt í Coupe Meyrioise internationale skautakeppninni í Genf í síðustu viku. Ísold hafnaði í 

2. sæti  með 35.96 stig. Mótið var gríðarlega spennandi. Ísold fór 5. inná ísinn í fyrsta upphitunarhóp og skautaði mjög fallegt prógram en það dugði ekki til fyrir fyrsta sætið að þessu sinni og varð hún að láta í minni pokann fyrir stúlku frá Búlgaríu. Fast á hæla Ísoldar kom svo stúlka frá Ítalíu.

Þegar aðeins eitt mót er eftir á mótaröðinni eru þær tvær jafnar að stigum og efstar Ísold Fönn og Marina Nikolova frá  Búlgaríu báðar með 42 stig.

Við óskum Ísold Fönn og fjölskyldu innilega til hamingju og óskum henni góðs gengis áfram.