Ísold sigraði á Tirnava Ice Cup

Ísold ásamt Ivetu þjálfara sínum á góðri stundu
Ísold ásamt Ivetu þjálfara sínum á góðri stundu

Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir náði sínum besta árangri til þessa um helgina þegar hún keppti á alþjóðlega listhlaupa mótinu Tirnavia Cup sem fram fór í Slóvakíu og landaði gulli í flokknum Advanced Novice. Ísold fékk 95.87 stig í heildina sem skilaði henni fyrsta sætinu á undan Slóvakíu, Ítalíu og Tékklandi sem voru í næstu sætum. Þetta er besti árangur Ísoldar til þessa og greinilegt að hún kemur sterkari en nokkru sinni tilbaka eftir erfið meiðsli síðasta vetur sem hafa haldið henni frá keppni í tæpt ár.

Það gekk á ýmsu fyrri daginn hjá Ísold en hún datt í tvöfalda Axelnum í stutta prógramminu en lenti svo þrefaldan Salchow í samsetningu og var efst með 33.93 stig eftir fyrri daginn. Í frjálsa prógramminu skautaði hún frábærlega og lenti hún tvö af þremur þrefölddum stökkum og eitt í samsetningu ásamt tvöfalda Axelinum og fékk 61.94 stig fyrir og endaði því með 95.87. Ísold tekur þátt í Íslandsmótinu sem fram fer í Egilshöll daganna 1.-2. desember og keppir svo á Grand Prix Bratislava í Slóavakíu um miðjan desember. 

Við óskum Ísold og Ivetu þjálfara hennar til hamingju með þennann frábæra árangur og fylgjumst spennt með þessari frábæru skautakonu í komandi verkefnum á næstu misserum.