Jól og áramót í Skautahöllinni

Mynd: Ásgrímur Ágústsson
Mynd: Ásgrímur Ágústsson


Ýmsar breytingar verða á æfingatímum um jól og áramót, sérviðburðir og fleira. Hér eru upplýsingar um hvað er framundan á svellinu.

Á dagatali (pdf) má sjá yfirlit um almenningstíma, viðburði (sýningar, leikir, mót) og breytingar á æfingatímum. Hefðbundnir æfingatímar eru ekki settir sérstaklega inn á þetta dagatal.

Af sérstökum viðburðum ber hæst JÓLAÓSKIR, jólasýningu Listhlaupadeildar, sunnudaginn 16. desember kl. 17.30 og svo hokkíleiki laugardaginn 15. desember (Jötnar-Húnar / Ásynjur-Björninn) og laugardaginn 29. desember (Víkingar-Björninn / Ynjur-SR).

Opið verður fyrir almenning á skautasvellið eftirfarandi daga það sem eftir er desembermánaðar og í byrjun janúar:

Miðvikudagur 12. des.: 13-15
Fimmtud. 13. des.: 13-15
Föstud. 14. des.: 13-16 og skautadiskó kl. 19.30-21.30
Laugardagur 15. des.: 13-16 (styttur almenningstími vegna hokkíleikja)
Sunnudagur 16. des.: 13-17

Miðvikud. 19. des.: 13-15
Fimmtud. 20. des.: 13-15
Föstud. 21. des.: 13-16 og skautadiskó kl. 19.30-21.30
Laugard. 22. des.: 13-17
Sunnud. 23. des. - Þorláksmessa: 13-17
Mánud. 24. des. - aðfangadagur: LOKAÐ
Þriðjud. 25. des. - jóladagur: LOKAÐ
Miðvikud. 26. des. - annar í jólum: 13-17
Fimmtud. 27. des.: 13-17
Föstud. 28. des.: 13-16 og skautadiskó kl. 19.30-21.30
Laugard. 29. des.: 13-16 (styttur almenningstími vegna hokkíleikja
Sunnud. 30. des.: 13-17
Mánud. 31. des. - gamlársdagur: LOKAÐ
Þriðjud. 1. jan. - nýársdagur: LOKAÐ
Miðvikud. 2. jan.: 13-17
Fimmtud. 3. jan.: 13-15
Föstud. 4. jan.: 13-16 og skautadiskó kl. 19.30-21.30
Laugard. 5. jan.: 13-17
Sunnud. 6. jan.: 13-17