Jötnar töpuðu fyrir Birninum

Stebbi setti tvö
Stebbi setti tvö
Í gærkveldi héldu Jötnar suður á boginn og hittu fyrir Bjarnarmenn í Grafarvoginum.  Jötnar voru með rúmlega tvær línur og fóru ágætlega af stað en Stafán Hrafnsson skoraði fyrsta mark leiksins óstuddur strax á upphafsmínútunum.  Mikið lengra fóru Jötnarnir ekki og Björninn bætti við þremur mörkum fyrir lok lotunnar.  Í 2.lotu bættu svo Bjarnarmenn við tveimur mörkum og svo þremur í þriðju lotu.  Stefán Hrafnsson klóraði aðeins í bakkann og bætti við öðrum marki í þriðju lotu eftir sendingar frá Birni Jakobs og Sigurði Sig í "power-play" -  en lokastaðan, 8 - 2.

Bjarnarmenn mættu með fullskipað lið og það er erfitt að mæta þeim á góðum degi með aðeins tvær línur.  Auk þess fór dómari leiksins mikinn á flautunni og því spiluðu Jötnar meira eða minnna einum færri.  Þrátt fyrir það voru einhverjar jákvæðar hliðar á leiknum en hann var t.a.m. ágæt æfing í "penalty-kill" og þrátt fyrir fjölmargar brottvísanir fékk liðið aðeins á sig eitt mark við þær aðstæður.  Jafnframt voru þrír leikmenn að spila sinn fyrsta leik með Jötnum, en það voru þeir Ólafur Tryggvi Ólafsson, Birgir Örn Sveinsson sem spilaði í vörninni og Sigurður Árnason af Sökkulangs ættbálkinum sem flutti suður í haust.  Óli var reyndar að spila sinn fyrsta leik í Íslandsmóti og Biggi sinn fyrsta alvöruleik án þess að vera í marki.

Stutt er í næstu viðueign þessarra liða, en Bjarnarmenn munu sækja Jötna heim næsta þriðjudag.