Júmbó hokkídagur í Skautahöllinni á laugardag

Úr myndasafni (mynd: Þórir Tryggva)
Úr myndasafni (mynd: Þórir Tryggva)

Á laugardag verður sannkallaður júmbó hokkídagur í Skautahöllinni á Akureyri þar sem leikinn verður  úrslitakeppna tvíhöfði. SA Víkingar hefja sína úrslitakeppni kl. 16:00 þegar Fjölnir kemur í heimsókn og síðar sama dag eða kl. 20:30 verður spilaður oddaleikur í úrslitakeppni kvenna þar sem SA tekur á móti Fjölni og Íslandsmeistarabikarinn fer á loft. 

Miðasala á fyrri leikinn opnar kl. 15:15 og fyrir þann síðari kl. 19:45 í andyrri Skautahallarinnar - við biðjum fólk um að sýna þolinmæði í afgreiðslu þar sem skrá þarf alla í sæti á leiðinni inn. Ath. að einungis er hægt að taka við ákveðnum fjölda áhorfenda og miðasölu á staðnum verður því hætt um leið og þeim fjölda er náð. Miðaverð er 1500 kr. óháð aldri. Mætum í rauðu og styðjum okkar lið til sigurs. Það er grímuskyldu í stúku!