Karfan er tóm.
SA teflir fram tveimur liðum í U18 deildinni í vetur og um helgina héldu Víkingar suður yfir heiðar í tvíhöfða rimmu við Skautafélag Reykjavíkur. Það er óhætt að segja að rimmurnar hafi verið ólíkar því fyrri leiknum, sem fram fór á föstudaginn, lauk með 5 – 1 sigri gestgjafanna sem jafnframt reyndust þeirra fyrstu stig í vetur. Á laugardeginum var annað uppi á tengingnum og Víkingar búnir að hrista af sér rútuslenið, snéru taflinu við og unnu stórsigur, 12 – 4.
Með sigrinum eru SA-Víkingar og toppnum í deildinni með 10 stig eftir 5 leiki, en fast á hæla þeirra koma SA-Jötnar með 8 stig eftir 4 leiki en SR rekur lestina með 3 stig eftir 5 leiki. Fjölnir teflir ekki fram liði í U18 í vetur sem er miður.
Það stefnir því allt í harða baráttu á milli SA liðanna tveggja í vetur en liðin munu mætast í derby leik í lok mánaðarins hér í höfuðstað hokkísins.