Leikir helgarinnar

Helgin verður fjörleg að vanda og mikið verður um að vera hjá leikmönnum Skautafélags Akureyrar.  Á heimavígstöðvunum verður líflegt því fyrsta umferð Íslandsmóts 3.flokks verður á Akureyri.  Helmingur meistaraflokkanna verður svo á faraldsfæti því Víkingar og Ynjur munu halda suður yfir heiðar og etja kappi við Bjarnarfólkið.  Karlpeningurinn ríður á vaðið og hefst leikurinn kl. 16:30 og stelpurnar svo strax á eftir.  Víkingar og Björninn mættust fyrir tveimur vikum og lauk með sigri okkar en þeir síðarnefndu hafa síðan unnið Jötna og tapað fyrir SR.

Ynjurnar eru að spila sinn fyrsta leik í vetur og það verður því forvitnlegt að fylgjast með þeim leik.  Ynjurnar komu á óvart í fyrra og náðu að stela nokkrum stigum af hinum liðunum.  Gera má ráð fyrir því að liðið hafi styrkst á milli ára, ungu stelpurnar eru nú reynslunni ríkar og árinu eldri.