Mammútar unnu Marjomótið.

Marjomeistar 2009.
Marjomeistar 2009.

Garpar og Mammútar enduðu jafnir að stigum með 38 stig. Skotkeppni þurfti til að útkljá sigurvegara í Marjomótinu.

Leikur Mammúta og Garpa var jafn fram á síðasta stein. Garpar höfðu yfirhöndina fyrir síðustu umferð en þeir voru komnir með 6 stig í hús og Mammútar þurftu því að fá tvö stig út úr síðustu umferðinni með því að skora tvo steina sem þeir og gerðu og jöfnuðu stigatölu Garpa með 6 stig og samtals 38 stig í keppninni eins og Garpar. Þurfti því að grípa til skotkeppni til að fá úrslit og endaði hún þannig að Mammútar voru með 321 cm. en Garpar 435 cm. og Mammútar því sigurvegarar í Marjomótinu.  Víkingar enduðu í þriðja sæti með 32 stig eftir að hafa fengið 8 stig úr leiknum á móti Svartagenginu. Skyttur og Fífur áttu að spila saman en Skyttur náðu ekki saman liði og var sá leikur því ekki leikinn. Lokastaðan í mótinu og úrslit allra leikja HÉR