Maríómótið hefst mánudaginn 23 mars.

Leikið verður eftir nýjum reglum á Mariómótinu.

Til gamans þá bryddum við uppá nýjung, allavega fyrir okkur en þetta kerfi er mikið notað þegar

spilað er um peningaverðlaun.

Leikið verður eftir fyrirkomulagi sem kallast “skin games” á enskunni

Hér má sjá útskýringu á ensku http://www.curldc.org/about/skinsFormat.php

 

Í stuttu máli þá virkar leikurinn þannig að lið sem á síðasta stein verður að skora minnst tvo steina

til að vinna umferðina. Liðið sem ekki á síðasta stein þarf aðeins einn stein til að vinna umferðina.

Ef liðið sem er með síðasta stein skorar aðeins einn stein er umferðin dauð ( blank ) en stig flytjast yfir á næstu umferð

og andstæðingurinn fær síðasta stein.

Umferð 1 og 2 gilda 1. stig

Umferð 3 og 4 gilda 2. stig

Umferð 5 og 6 gilda 3 stig

Aðrar reglur eru þær sömu og við notum.

Nánari útfærsla á mótinu kemur inn á vefinn þegar liðafjöldinn er kominn