Marjomótið

Lið geta enn skráð sig til keppni. Leikreglur aðeins breyttar frá upphaflegu auglýsingu. Til að einfalda stigaútreikning var ákveðið að breyta áður auglýstum reglum á þann hátt að við höfum 2 stig fyrir hverja umferð. Leikreglur verða því eftirfarandi:

Leikurinn er 6 umferðir.

Hver umferð gefur 2 stig

Til að fá stig þarf liðið með síðasta stein að skora minnst 2 steina .

Liðið sem ekki hefur síðasta stein þarf að skora minnst einn stein til að fá stigin

Skori hvorugt liðið í umferðinni flytjast stigin yfir í næstu umferð.

Ef liðið sem er með síðasta stein skorar ekki stig fær andstæðingurinn síðasta stein í næstu umferð.

Lið sem tapar umferð fær síðasta stein í næstu umferð.

Fáist ekki úrslit í síðustu umferð tekur einn liðsmaður úr hvoru liði skot að miðju til að skera úr um hvort liðið vinnur umferðina, steinninn sem nær er miðju vinnur.  Nái hvorugur steinninn í hring taka aðrir liðsmenn (einn úr hvoru liði) skot að miðju.