Met féllu hægri vinstri á Vetrarmóti ÍSS um helgina

SA stúlkurnar í A flokkunum
SA stúlkurnar í A flokkunum

SA stelpurnar héldu uppteknum hætti á Vetrarmóti ÍSS og sigruðu í öllm þeim flokkum sem við áttum keppendur í, auk þess sem stelpurnar settu fjölmörg persónulegmet, hópamet og Íslandsmet féll.

Á laugardaginn hófst mótið með keppni í flokknum 8 ára og yngri B. Þar áttum við 2 keppendur þær Katrínu Sól og Kristbjörgu Evu. Þær hafa staðið efstar á öllum mótum vetrarins og héldu því áfram um helgina.

Katrín sól varð í fyrsta sæti á persónulegu meti 24.12 stig og Kristbjörg hafnaði i 2 sæti með 15.58 stig.

 Þá var komið að keppni í 10 ára og yngri B. Þar eigum við 5 keppendur. Júlía Rós gerði sér lítið fyrir og sigraði flokkinn á nýju persónulegu meti 30.42 og tæknieinkunn upp á 18.58 stig og skilaði þar viðmiðum fyrir hópinn unga og efnilega hjá ÍSS.

Í 4 sæti varð svo Kolfinna Ýr með 20.63 stig

Í 5. sæti varð Telma Marý með 18.77 (persónulegt met)

Í 6. Sæti varð Eva María með 17.76 stig (persónulegt met)

Í 7.sæti varð Rakel Sara með 17.30 stig

Þá var komið að keppni í 12 ára og yngri B. Þar áttum við einn keppanda að þessu sinni, hana Bríet Berndsen. Hún stóð sig mjög vel með nýtt prógramm. Hún sigraði flokkinn og setti persónulegt met 28.08 stig.

Keppni í Stúlknaflokki A hefur aldrei verið harðari en á þessu móti. Aldís Kara og Ásdis Arna settu báðar persónuleg met í stutta og þær voru allar á sama stiginu að loknu stutta prógramminu og því ljóst að keppnin yrði hörð á sunnudeginum.

Að loknu stutta prógramminu var Ásdís Arna efst með 27.66 stig, Aldís Kara önnur með 27.55 stig og Marta María þriðja með 27.45 stig

Keppnin í Unglingaflokki A var hörð að venju. Emilía Rós skautaði fallegt prógramm að venju og gerði sér lítið fyrir og setti nýtt Íslandsmet í stutta uppá 38.91 stig og stóð hún efst fyrir seinni daginn.

Eftir hádegi var svo komið að keppni í stúlknaflokki B. Þar áttum við einn keppanda, hana Evu Björgu. Hún gerði sér lítið fyrir og sigraði flokkinn á nýju persónulegu meti 39.21 stig. Eva hefur jafnframt staðið uppi sem sigurvegari á öllum mótum vetrarins á Íslandi, á öllum sambandsmótunum og á Riginu.

Á sunnudaginn hófst mótið með keppni í flokknum 8 ára og yngri A. Þar áttum við einn keppanda hana Freydísi Jónu Jing. Hún hélt uppteknum hætti og sigraði í sínum flokki og hefur hún þá sigrað á öllum sambandsmótum vetrarins, sem og Riginu.

Keppni í 10 ára og yngri A var næst. Keppandinn okkar í þessum flokki Ísold Fönn skilaði hnökralausu prógrammi og gerði sér lítið fyrir og sigraði með 40.95 stigum. Það er bæði persónulegt met og eftir því sem okkar skoðun segir er þetta hæðsta einkunn sem sést hefur í flokknum 10 ára og yngri A. Ísold hefur sigrað á öllum sambandsmótum vetrarins.

Í 12 ára og yngri A áttum við einn keppanda hana Rebekku Rós. Hún skautaði glæsilega, frumsýndi nýtt prógramm og nýjan kjól á ísnum og sigraði sinn flokk með 42.64 stigum sem er bæði persónulegt met og eftir því sem okkar skoðun segir er þetta hæðsta einkunn sem sést hefur í flokknum 12 ára og yngri A. Rebekka hefur jafnframt sigrað á öllum sambandsmótum vetrarins

Þá var röðin komin að keppni í Stúlknaflokki A. Þar breyttist röðin á stúlkunum aðeins, en allar voru þær á pallinum áfram.

Fyrst til að skauta var Marta María og skilaði hún fallegu prógrammi sem gaf henni 50.22 stig og sigraði hún samanlagt með 77.67 stigum og hefur hún því sigrað á öllum mótum sambandsins í vetur.

Aldís Kara var næst á ísinn og skilaði hún glæsilegu prógrammi sem gaf henni 48.21 stig sem er persónulegt met og hafnaði hún í 2 sæti með 75.76 stig sem er líka persónulegt met samanlagt.

Þá var röðin komin að Ásdísi Örnu Fen. Hún skautaði fínt prógramm þrátt fyrir smá hnökra og skilaði það henni 44.00 stigum og hafnaði hún í 3. sæti með 71.66 sem er persónulegt met samanlagt.

Síðust inn á ísinn var svo Emilía Rós í Unglingaflokki A. Hún skautaði glæsilegt frjálst prógramm og þrátt fyrir smá hnökra skilaði það henni 61.31 stigi og sigraði hún flokkinn sinn með 100.22. Hún hefur borið sigur úr bítum á öllum sambandsmótum vetrarins og var efst Íslendinganna á Riginu. Frábær árangur hjá henni á fyrsta árinu sínu í Junior.

Það má með sanni segja að stelpurnar hafi allar staðið sig gríðarleg vel og verið sjálfum sér, félaginu sínu og þjálfaranum sínum henni Ivetu til mikils sóma. Við í stjórn LSA óskum stelpunum innilega til hamingju með árangurinn og hlökkum við til að fylgjast með þeim á æfingatímabilinu þeirra sem nú tekur við hjá þeim flestum. Jafnframt óskum við foreldrum innilega til hamingju með árangur stúlknanna ykkar og Ivetu óskum við innilega til hamingju með frábært mót og frábært tímabil.

Þó er vert að geta þess að þær Ísold Fönn og Rebekka Rós eru á leiðinni til Canazei á Ítalíu í lok mánaðarins að taka þátt á sínu þriðja móti í mótaröðinni European Criterium á þessu ári.

Um miðjan april stefna svo stelpurnar okkar í úrvalshóp ÍSS, þær Emilía Rós, Aldís Kara, Ásdís Arna og Marta María á leið til Gdansk þar sem þær munu byrja á að taka þátt í móti og fara svo í beinu framhaldi í æfingabúðir sem haldnar eru af ISU (Alþjóðlega skautasambandinu).