Karfan er tóm.
Það er stór dagur hjá bæði U20 drengjalandsliðinu okkar sem statt er í Belgrad og líka U18 stúlknalandsliðinu okkar sem keppir í Istanbúl en bæði lið eiga mikilvæga leiki á Heimsmeistaramótum í dag. Það vill svo skemmtilega til að Skautafélag Akureyrar á 14 leikmenn í hvoru liði en auk þess eru fjölmargt fólk úr félaginu í fararstjórnum og þjálfarateymum liðanna. Strákarnir okkar í U20 eiga leika gegn Ástralíu í dag en Íslenska liðið er með einn sigur eftir tvo leiki í riðlinum eftir frækinn sigur á heimaliðinu Serbíu á mánudag á meðan Ástralía er stigalaust. Sigur í leiknum í dag þýðir að liðið er komið í toppbaráttuna í riðlinum. Beint streymi verður frá leiknum sem má finna hér. U18 kvennaliðið er búið að vinna tvo fyrstu leikina í sínum riðli á sannfærandi hátt en eiga eftir að mæta tveimur af sterkari þjóðunum sem verða báðir úrslitaleiki um gullverðlaun á mótinu en sá fyrri er í dag gegn Mexíkó og hefst sá leikur kl. 16:00 en beint streymi frá leiknum má finna hér.
Við sendum hlýja strauma til Belgrad og Istanbúl - Áfram Ísland!
SA stúlkur í U18 landsliði Íslands 2025 ásamt Silvíu Björgvinsdóttur þjálfara.