Opið hús: Góð mæting

Börnin skemmtu sér vel við að prófa krullu á opnu húsi.
Börnin skemmtu sér vel við að prófa krullu á opnu húsi.
Margir mættu til að prófa krullu á opnu húsi í Skautahöllinni í dag.

Gestir á opnu húsi voru á öllum aldri og bæði að norðan og sunnan, líklega í kringum fjörutíu manns. Sumir náðu að bæta sér upp misheppnaða skíðaferð af völdum roksins með því að taka krulluleik í fyrsta skipti á ævinni, aðrir komu af öðrum ástæðum en allir virtust skemmta sér vel. Yngstu gestirnir voru á leikskólaaldri en þeir elstu komnir á efri ár. Krulludeildin þakkar öllum fyrir komuna og vonar að einhverjir þeirra sem prófuðu krullu í dag hafi smitast af bakteríunni og eigi eftir að sjást oftar á svellinu.

Við látum fylgja nokkrar myndir sem Hallgrímur Valsson tók af gestum á opnu húsi - opna hér.