Reykjavíkurleikarnir - Dagur 3

Sunnudagurinn byrjaði á keppni í löngu prógrami hjá Junior Ladies þar sem vægast sagt var mjótt á munum á milli 2. - 8. sætis því mátti lítið út af bregða til að staða gærdagsins myndi taka drastískar breytingar í dag. Okkar stelpur Marta María og Aldís Kara áttu frábæran dag og bættu þær báðar persónuleg stigamet, og fóru báðar langt yfir Íslandsmetið í Junior flokknum sem var 104,30 stig, og íslensku stigameti sem Ísold Fönn okkar setti á Íslandsmótinu í nóvember með 106,07 stig í Advanced Novice flokknum. 
Marta María Jóhannsdóttir endaði í 3. sæti með 70,15 stig og samanlagt 107,12 stig og Aldís Kara Bergsdóttir hafnaði í 2. sæti með 72,12 stig og samanlagt 108,45 stig sem er nýtt Íslandsmet. Sú sem var í 1. sæti kom frá Nýja-Sjálandi. Einnig var keppt í löngu prógrami í Junior Men og Senior Ladies. 
Það má með sanni segja að þær stöllur séu að brjóta blað í skautaheiminum hér á Íslandi þar sem þetta er annað mótið í röð þar sem þær fara báðar yfir 100 stigamúrinn.

Það verður svo sannarlega spennandi að fylgjast með þeim á næstu mótum, en Aldís Kara heldur af stað til Linköping í Svíþjóð nú á miðvikudaginn til að keppa á Norðurlandamótinu ásamt þeim Ásdísi Örnu Fen Bergsveinsdóttur og Júlíu Rós Viðarsdóttur. Svo heldur Marta María Jóhannsdóttir út til Sarajevó í Bosníu-Hersegóvínu ásamt fleiru íþróttafólki frá Akureyri þar sem þau taka þátt í Ólympíuleikum Unglinga (EYOF).

Óskum við þeim stöllum innilega til hamingju með glæsilegan árangur og öllum skauturum helgarinnar til hamingju og auðvitað þjálfara og ekki síst foreldrum innilega til hamingju. Meðfylgjandi eru myndir af verðlaunaafhendingu í Junior Ladies í dag.

Junior   Junior