SA í öðru sæti á Iceland Cup

Þriðji flokkur næsta tímabils leikmanna sem eru fæddir á árunum 2002-2003 tóku þátt í Alþjóðlegu íshokkímóti í Egilshöll um helgina. Tvö finnsk lið og eitt sænskt lið tóku þátt í mótinu ásamt íslensku félagsliðnum þremur. SA vann fjóra leiki af fimm en liðið tapaði gegn sænska liðinu sem sigraði mótið. Unnar Hafberg var hættulegur varnarmönnum hinna liðanna að vanda og var valin besti leikmaður SA liðsins í mótinu. Hákon Marteinn Magnússon var stigahæstur í SA liðinu með 12 stig (7 mörk og 5 stoðsendingar) og Ævar Arngrímsson var einnig öflugur með 9 stig (7 mörk og 2 stoðsendingar).

SA vann SR í fyrsta leik mótsins á föstudagskvöldinu 3-2 í skemmtilegum og spennandi leik en SA var töluvert sterkara liðið en SR spilaði fanta góða vörn. Liðið lék 3 leiki á laugardaginn þar sem Björninn var lítil fyrirstaða og leikurinn vannst 15-1, næst var það svo finnska liðið Blues Blue sem SA vann 7-2 og að lokum tapaðist leikurinn gegn sænska liðinu SHD Sweden 2-4 en sænska liðið var mjög sterkt og spilaði frábært íshokkí. Á sunnudeginum vann svo SA sænska liðið Blues White 7-3 þrátt fyrir að meiðsli hafi sett strik í reikninginn en SA liðið missti þrjá lykilleikmenn í misalvarleg meiðsli á meðan mótinu stóð og við vonum að þau jafni sig sem fyrst.