SA stelpur stóðu sig vel á Kristalsmótinu í Egilshöll

Kristalsmót 2017
Kristalsmót 2017

Kristalsmót Bjarnarins fer fram í Egilshöll um helgina þar sem 7 keppendur frá  LSA taka þátt.  Þeir stóðu sig með stakri prýði. Listhlaupadeildin átti einn keppanda í flokki 6 ára og yngir, sem er nýr flokkur í millifélaga.keppninni, fjóra keppendur í 8 ára og yngri og þrjá keppendur í 10 ára og yngri. Flestar stúlkur voru að taka þátt í sinni fyrstu listhlaupakeppni, gekk þeim einstaklega vel. 

 
Keppni byrjaði í morgun á flokki 6 ára og yngri.  Ylfa Rún Guðmundsdóttir lenti í 3. sæti, jafnframt var hún yngsti keppandinn á þessu móti. Því næst hófst keppni í flokknum 8 ára og yngri þar sem Sigurlaug Birna Sigurðardóttir hafnaði í 1. sæti, Aðalrós Freyja H. Mikaelsdóttir og Fanney Erla Stefánsdóttir deildu með sér 4.sætinu. Síðasti flokkur dagsins var svo 10 ára og yngri þar sem þær  Arnar Sigriður Gunnlaugsdóttir, Melkorka María Sigurðardóttir og Salka Rannveig Rúnarsdóttir, deildu einnig með sér 4. sætinu á fyrsta móti sínu. 
 
Óskum við iðkendum og foreldrum innilega til hamingju með árangur helgarinnar.