SA stúlkur komnar heim eftir góða ferð til Búdapest

Rebekka Rós Ómarsdóttir 1 sæti á Sportland Trophy
Rebekka Rós Ómarsdóttir 1 sæti á Sportland Trophy

10 stúlkur ásamt foreldrahóp lögðu af stað til Búdapest á miðvikudaginn síðasta til að taka þátt í Sportland Trophy. Rebekka Rós gerði sér lítið fyrir og sigraði sinn flokk Basic Novice A III og Ísold Fönn hafnaði í 2 sæti í Cubs II. Allar stóðu stelpurnar sig mjög vel.

Keppnin hófst á fimmtudagsmorgun og stóð til sunnudagskvölds. Flestir af okkar keppendum kepptu á föstudaginn og má nefna að keppni í advanced novice stóð fram yfir miðnætti þann dag og drógust stelpurnar okkar mjög seint eða nr. 25 og 30 af 31 keppanda. sem þýddi það að þegar Ásdís lauk keppni sló klukkan 0:00. Stelpurnar í advanced novice hófu svo keppni aftur kl. 11:30 á laugardeginum. Keppni í junior flokknum hófst svo seinnipartinn á laugardaginn og dróst Emilía Rós nr. 29 af 29 keppendum og hélt áfram á sunnudeginum.

Cubs II

Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir 2.sæti með 31.69 stig

Freydís Jóna Jing 8.sæti með 26,80 stig (Persónulegt stigamet)

Basic Novice B I

Eva Björg Halldórsdóttir 6 sæti með 31.17 stig

Basic Novice A III

Rebekka Rós Ómarsdóttir 1. sæti með 35.43 stig

Júlía Rós Viðarsdóttir 12. sæti með 27.06 stig (persónulegt stigamet).

Kolfinna Ýr Birgisdóttir 18. sæti með 21.35 stig

Basic Novice A II

Bríet Berndsen Ingvadóttir 25.sæti með 22,08 stig

Advanced Novice A

Aldís Kara Bergsdóttir  SP= 24,75 stig (17.sæti) FP = 40,90 stig (20.sæti) Samanlagt 19. sæti með 65,65 stig.

Ásdís Arna Fen Bergsveinsdóttir SP= 21.20 stig (23.sæti) FP = 43,26 stig (14.sæti) Samanlagt 22. sæti með 64,46 stig.

Junior A 

Emilía Rós Ómarsdóttir SP= 32,60 stig (15.sæti) FP = 53,23 stig (19.sæti) Samanlagt 18. sæti með 85,83 stig.