SA Víkingar deildarmeistarar 2022

SA Víkingar Deildarmeistarar 2022 (Þórir Tryggva)
SA Víkingar Deildarmeistarar 2022 (Þórir Tryggva)

SA Víkingar tryggðu sér Deildarmeistaratitilinn í Hertz-deild karla í gærkvöld þegar þeir lögðu Fjölni 20-3. SA Víkingar hafa unnið 11 af 13 leikjum sínum í deildinni og eru með 34 stig en SR er með 23 stig í öðru sæti og Fjölnir með 3 stig. SA Víkingar tryggðu sér einnig heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni sem hefst þriðjudaginn 22. mars og mæta þar SR.  

Fjölnir mætti með aðeins 2 línur til leiks í gær og ljóst að róðurinn yrði þungur þar sem það vantaði nokkuð marga af lykilmönnum liðsins. Nokkuð jafnræði var þrátt fyrir allt með liðunum í fyrstu lotu en SA Víkingar voru 2-1 yfir eftir 1. lotu. Fjölnir jafnaði leikinn í upphafi 2. lotu en SA Víkingar svöruðu að bragði og skoruðu 4 mörk til viðbótar í lotunni og staðan 9-2 eftir aðra lotu. Í þriðu lotunni gengu SA Víkingar hreint til verks og skoruðu 11 mörk gegn einu marki Fjölnis og SA Víkingar fögnuðu deildarmeistraratitlinum í leikslok. Unnar Rúnarsson skoraði 4 mörk fyrir Víkinga í leiknum, Matthías Stefánsson og Derric Gulay skoruðu 3 mörk, Hafþór Sigrúnarson Atli Þór Sveinsson og Ólafur Baldvin Björgvinsson tvö mörk og þeir Ævar Arngrímsson, Heiðar Kristveigarson, Halldór Skúlason og Róbert Hafberg eitt mark hver.

SA Víkingar eiga 3 leiki eftir í deildinni en úrslitakeppnin hefst þriðjudaginn 22. mars þegar SR mætir í Skautahöllina á Akureyri.