SA Víkingar með tvö töp gegn SR fyrir sunnan um helgina

Úr leik SR-SA Víkingar (mynd: Elvar Pálsson)
Úr leik SR-SA Víkingar (mynd: Elvar Pálsson)

SA Víkingar spiluðu tvíhöfða við SR í Laugardalnum um helgina og töpuðu báðum leikjum með sömu markatölu, 5:3. 

Víkingar fóru suður með sterkt lið en í hópinn vantaði aðeins Rúnar Frey Rúnarsson sem þurfti að skrepa til Washington í tónleikahald, Sigurð Reynisson sem enn er meiddur og markvörðinn Rett Vossler sem er heima í Texas af persónulegum ástæðum. Róbert Steingrímson fékk því sannkallaða eldskrírn sem fyrsti markvörður Víkinga en hann er 16 ára gamall og spilaði sína fyrstu leiki í meistaraflokki en honum til aðstoðar var dreginn fram gamla kempan Sæmundur Leifsson.

Víkingar fóru frekar rólega af stað í fyrri leiknum á föstudagskvöld og virtust nokkuð þungir eftir ferðalagið svo minna varð vart um þá miklu yfirburði í fyrstu lotu sem hefur verið einkennismerki liðsins í vetur. SR ingar skoruðu fyrsta mark leiksins um miðbik lotunnar og staðan var 0-1 eftir fyrstu lotu þó að Víkingar hafi verið skeinuhættari án þess að skapa sér dauðafæri.  SR byrjuðu aðra lotuna í yfirtölu og skoruðu annað mark í byrjun lotunnar og staðann orðin 2-0 fyrir SR. Jón B. Gíslason minkaði muninn aðeins 20 sekúndum síðar en SR-ingar svöruðu að bragði með sínu þriðja marki einni mínútu eftir mark Víkinga. SR-ingar bættu svo fljótt við fjórða markinu og ekki nema tæpar 4 mínútur liðnar af lotunni og staðan orðin 4-1 á mjög skömmum tíma, hræðilegur leikkafli hjá Víkingum staðreynd. Víkingar náðu að klóra í bakkann með fallegu marki frá Ingþóri Árnasyni undir lok lotunnar og staðan 4-2 fyrir síðustu lotuna. Það var allt annað að sjá Víkinga í 3. lotunni en þeir sóttu stíft og SR-ingar komust lítt áleiðis. Víkingar skoruðu snemma mark frá Jóni B. Gíslasyni í yfirtölu og héldu áfram að pressa á mark SR í kjölfarið. Það rigndi skotum á markið en Ævar Björnsson í marki SR var með puttann á púlsinum og átti hverja stórmarkvörsluna á fætur annarri. Miroslav Racansky kom svo SR ingum óvænt í 5-3 þegar 4 mínútur voru eftir af lotunni. Víkingar freistuðu þess að jafna metin bættu við 6. sóknarmanninum og fengu ágætis færi en komust ekki nær og úrslitin því 5-3 fyrir SR.

Það var meiri harka í síðari leiknum og dómarnir fleiri eins og ætla mætti miðað við mikilvægi leiksins. Liðin voru samtals í 44 mínútur í refsiborxinu og má því segja að leikurinn hafi nokkuð einkennst af því. Víkingar litu betur út í byrjun leiks í síðari leiknum á laugardag. Víkingar voru yfirvegaðir, héldu pekkinum vel og Róbert var mjög öruggur í markinu. Víkingar voru sterkari framan af en leikurinn jafnaðist nokkuð þegar á leið en markalaust eftir fyrstu lotu. Önnur lota byrjaði í svipuðum dúr en SR skoraði fyrsta mark leiksins eftir nokkuð saklaust skot af löngu færi sem breytti um stefnu af kylfu og í markið. Aðeins 20. Sekúndum seinna skoraði SR annað mark nánast eins og það fyrsta og Víkingar snögglega komnir í holu rétt eins og fyrri daginn. Leikurinn harðnaði nokkuð við þetta og fylgdu 4 „roughing dómar í kjölfarið“.  Víkingar misstu svo tvo menn af velli með stuttu millibili undir lok lotunnar og SR nýttu sér liðsmuninn með marki frá Robbie Sigurðsson og staðan orðin 3-0. Leikurinn var eins og spegilmynd föstudagsins á þessum tímapunkti og allir vissu að 3. lotann yrði Víkinga, spurningin var aðeins hversu mörg mörk þeir næðu að skora. Andri Már Mikaelson skoraði fyrsta mark Víkinga snemma lotunnar en Miroslav Racansky svaraði stuttu síðar og staðan 4-1 og enn 3. marka munnur.  Jón B. Gíslason minnkaði muninn í 4-2 fljótlega og harkann í leiknum óx en nokkur pirringur var komin í bæði lið. Víkingar minnkuðu muninn í eitt mark í yfirtölu þegar 5 mínútur voru eftir af leiknum og mikil spenna í loftinu. Enn og aftur sóttu Víkingar of stíft og fengu skyndisókn í bakið en Samuel Krakauer skoraði 5. mark SR og aðeins þrjár mínútur til stefnu fyrir. Víkingar sóttu látlaust í kjölfarið og með sex útileikmönnum síðustu mínúturnar en skotin voru of fá og ekki nægilega markviss og niðurstaðan sú sama og daginn áður, 5-3, sex stiga helgi hjá SR sem eru nú komnir með mun betri stöðu en áður og sitja í öðru sæti deildarinnar á meðan Bjarnarmenn töpuðu fyrir Esjunni í Egislhöll.

Víkingar spiluðu hvorki frábærlega né skelfilega um helgina en skortur á einbeitingu á löngum köflum gerðu SR-ingum kleift að ganga á lagið og ná góðri forystu í báðum leikjum. Þó svo ljósu punktarnir hafi ekki verið margir má þó hrósa Ingþóri Árnasyni eins og oftast áður sem er klárlega albesti ungi leikmaðurinn í deildinn í dag hvort sem er í sókn eða vörn. Þá stóð Róbert Steingrímsson sig frábærlega í þeirri erfiðu stöðu að leysa af besta markmann deildarinnar og sértaklega í ljósi þess að það benti fátti til þess að hann myndi einu sinni spila með meistaraflokki í ár. Róbert var mjög einbeitur og öruggur í sínum aðgerðum og gaf liðinu möguleika á sigrum um helgina en varnarleikur liðsins var einfaldlega ekki nægilega góður og SR-ingar fengu að athafna sig of auðveldlega framan við hann. 

Helgin var algjör sprengja fyrir stöðuna í deildinni sem var nú spennandi fyrir, en SR skiptu um stöðu við Björninn hvað það varðar að vera í bílstjóra sætinu um sæti í úrslitakepnninnni. Staðan er nú sú að Víkingar eru með 41 stig, SR 39 stig, Björninn 36 stig en Esjan 16. Öll lið eiga tvo leiki eftir svo Víkingar þurfa 2 stig til viðbótar til þess að tryggja sér sæti í úrslitakeppnni og 5 stig til þess að tryggja sér heimaleikjaréttinn.  SA Víkingar eiga tvo heimaleiki eftir, fyrst á móti Esjunni 3. mars sem hafa heldur betur sótt í sig veðrið síðustu vikur, og svo gegn SR 8. mars. Heldur betur gósentíð sem íshokkíaðdáendur eiga í vændum því ljóst er spurngin um að hvaða lið munu mætast í úrslitakeppninni mun ekki verða svarað fyrr en eftir síðustu umferð en í kjölfarið tekur við hörku úrslitakeppni milli tveggja bestu íshokkíliða landsins í nýju 7 leikja keppnisfyrirkomulagi.