SA Víkingar skelltu sér á toppinn

Úr leik SA Víkinga gegn Esju (mynd: Sigurgeir)
Úr leik SA Víkinga gegn Esju (mynd: Sigurgeir)

SA Víkingar unnu góðann 4-2 sigur á toppliði Esju í gærkvöld og náðu því efsta sæti deildarinnar í fyrsta sinn í vetur. SA Víkingar eru nú komnir með 4 sigurleiki í röð og virðast vera komnir á ágætis skrið en deildin er hinsvegar mun jafnari en stigataflan gefur til kynna.

Í lið Víkinga í gærkvöld vantaði þá Hafþór Andra Sigrúnarson, sem er meiddur, og Sigurð Sigurðsson sem átti ekki gjaldgengt. Hjá Esju vantaði hinsvegar gamla SA leikmanninn Andra Frey Sverrisson sem tók út annan leikinn af þremur í leikbanni sem hann hlaut í síðastu rimmu liðanna. Leikurinn í gærkvöld hófst af miklum krafti og fengu bæði lð ágætis marktækifæri í upphafi leiks. Fyrsta markið lét heldur ekki á sér standa en Esja skoraði eftir rúmar fjórar mínútur úr skynisókn í yfirtölu þar sem pökkurinn barst á óvaldaðann Hjalta Jóhannsson í slotinu sem smellti pekkinum snyrtilega upp í vinkilinn. Það tók Víkinga nokkrar tilaunir að jafna leikinn en um miðja lotuna náðu Víkingar harðri pressu í sóknarsvæðinu sem endar á því að Jussi Sipponen nær pekkinum aftan við mark Esju og nær að þröngva sér fram fyrir markið og troða pekkinum á nærstöng af harðfylgi. Staðan 1-1 eftir fyrstu lotu sem einkenndist af mikilli stöðubaráttu og sterkum varnarleik liðanna sem kom niður á flæði í spili en nokkuð sem mátti búast við í toppslag.

Leikurinn opnaðist meira í annarri lotunni og Víkingar gerðust aðgangsharðir við mark Esju en Esjumenn voru fljótir framávið og beittir í sínum skyndisóknum. SA Víkingar skoruðu annað mark sitt í leiknum á 26. mínútu í yfirtölu þar sem Heiðar Krisveigarson stýrði sendingu Björns Más Jakobssonar með skauta sínum í tómt markið en Esjumenn mótmæltu þar sem þeir töldu að markið skyldi ekki fá að standa. Reglurnar kveða á um að mark skuli dæmt ógilt ef leikmaður nýtir spark hreyfingu til þess að koma pekkinum í markið en leyfilegt er að stýra pekkinum með skautanum og mat dómari leiksins svo að engin spark hreyfing hafi átt sér stað. Liðin tóku nokkra refsidóma á víxl eftir þetta en liðunum tókst illa að nýta yfirtöluna en Jussi Sipponen fékk besta færið þegar hann komst inn í sendingu og fór einn gegn markmanni Esju en pökkurinn skopaði af kylfu hans áður en hann náði skoti. Esja komst í yfirtölu skömmu síðar og ekki leið á löngu þar til pökkurinn söng í netinu þar sem Ólafur Hrafn Björnsson fékk tíma til að athafna sig nálægt marki Víkinga og jafnaði leikinn. SA Víkingar voru þó ekki lengi að svara fyrir sig og náðu forystunni í annað sinn þegar Mario Mjelleli skaut fyrst föstu skoti sem lenti í varnarmanni Esju og lá óvígur eftir en Mario fékk annað tækifæri og skaut þá hnitmiðuðu skoti neðst í markhornið. Esja sótti grimmt síðustu mínútur lotunnar án þess að skora þó svo Víkingar fóru með 3-2 forskot til leikhlés.

SA Víkingar náðu 4-2 forystu snemma í þriðju lotu þegar skot frá bláu línunni dansaði á marklínunni og Mario Mjelleli pottaði pekkinum í netið. Esja sótti án afláts næstu mínúturnar og fengu mörg góð skotfæri en Steve í marki Víkinga var öruggur og hélt Víkingum á floti á þessum kafla. Síðustu mínútur leiksins var leikurinn opinn í báða enda þar sem liðin skiptust á að fá hvert marktækifærið á fætur öðru en mörkin urðu ekki fleiri og Víkingar unnu því góðann 4-2 sigur. Upptöku af leiknum má skoða hér.

Liðin hafa þar með sætaskipti á toppnum og Víkingar komnir í sterka stöðu eftir 4 sigurleiki í röð.  Svo virðist sem jafnvægi sé komið í Víkinga liðið eftir miklar mannabreytingar frá síðasta tímabili og stígandi er í leik liðsins. Næsti leikur Víkinga er strax á þriðjudag þegar liðið sækir Björninn heim í Egilshöll.