Sjötta umferð KEA Hótlels deildarinnar lokið. Garpar og Mammútar leika til úrslita.

Enn er ekki ljóst hvaða lið fylgja Görpum og Mammútum í úrslitakeppnina.

Leikir gærdagsins voru upp á líf og dauða hjá flestum liðum um það að komast í úrslitakeppnina. Víkingar og Fífur sem bæði voru með fjögur stig léku á braut tvö og leit út fyrir að Fífur væru að hafa sigur en frábær endasprettur Víkinga tryggði þeim sigur að lokum. Leikurinn byrjaði mað því að Fífur skoruðu 2 og 1 í fyrstu umferðum og Víkingar skoruðu 1 í þriðju umferð. þá komu 2 hjá Fífum og staðan 5 - 1 fyrir Fífum eftir fjórar umferðir. Víkingar náðu að skora 3 í fimmtu umferð og minnka muninn í 5 - 4.  Víkingar náðu síðan að setja 3 í sjöttu umferð og sigra leikinn 7 - 5. Með sigrinum létti aðeins á pressunni á Víkingum en þeir eru með sigrinum komnir með 6 stig, en þeir verða samt að vinna Üllevål í síðasta leik til að tryggja sig í úrslitin. 

Mammútar sem hafa verið óstöðvandi í mótinu tóku á móti Skyttum. Mammútar skoruðu 3 í fyrstu og Skyttur 1 í annari umferð. Þá kom í fyrsta sinn í langan tíma umferð þar sem enginn steinn taldi. Mammútar skoruð aftur 3 í fjórðu umferð og staðan orðin 6 - 1. fyrir fimmtu umferð sem Mammútar unnu með 1 stein og enduðu leikinn á að skora 2 í sjöttu og vinna leikinn 9 - 1 . Skyttur sitja því eftir með fjögur stig eins og fimm önnur lið.

Riddarar og Üllevål áttust við á fjórðu braut.  Riddarar byrjuðu mjög vel og unnu þrjár fyrstu umferðirnar 1 - 2 - og 2 og komnir í 5 - 0. Üllevål skoruðu síðan 1 - 1 - 1 í síðustu umferðunum þannig að Riddarar stóðu uppi sem sigurvegarar í leiknum 5 - 3. Üllevål gat með sigri treyst stöðu sína og farið í sex stig en Riddarar voru ekki á þeim buxunum og eru í fimm liða hópnum með fjögur stig.

Garpar og Svartagengið léku á fimmtu braut þar sem Svartagengið byrjaði betur með því að vinna fyrstu tvær umferðirnar  með 1 stein. Þá kom 1 hjá Görpum og aftur 3 í fjórðu og 1 í fimmtu og staðan orðin 5 - 2. fyrir síðustu umferð sem Garpar unnu með 2 og leikinn 7 - 2. Svartagengið var einnig í þeirri stöðu að verða að vinna leikinn til að komast í topp fjóra en sitja í hópi liðanna með fjögur stig en þeir eiga einn leik til góða á móti Mammútum en sá leikur hefur verið settur á á föstudagskvöldið um kl 9:30.

Eins og áður sagði er leikur Garpa og Mammúta í síðustu umferðinni hreinn úrslitaleikur í deildarkeppninni og síðan er bara að sjá hvaða lið fylgja þeim í urslitakeppnina. Við veltum þeim möguleikum fyrir okkur síðar.  Úrslitablaðið HÉR