Skemmtilegur leikur við finnana

Allur hópurinn í lok leiks.  Myndina tók Sigurgeir Haraldsson
Allur hópurinn í lok leiks. Myndina tók Sigurgeir Haraldsson
Á fimmtudagskvöldið spiluðum við við finnska liðið Storm og það er skemmst frá því að segja að við átti ekki mikla möguleika gegn þeim.  Við náðum ekki að tefla fram okkar sterkasta liði en leikmenn eins og Ingvar, Orri, Stebbi, Gunnar Darri og Steinar voru ekki með okkur en í staðinn fengu ungir og efnilegir leikmenn að reyna sig, sumir að spila sinn fyrsta leik í meistaraflokki.  Leikurinn var engu að síður mjög skemmtilegur og það er alltaf gaman að spila við ný lið enda ekki oft sem við mætum öðrum andstæðingum en kunningjum okkar sunnan heiða.  Í lok leiks var tekin hópmynd af báðum liðum, en jafnframt var þeim finnsku boðið upp á ramman hákarl og íslenskt brennivín sem þeir gæddu sér á með bestu lyst.  Jafnframt fengu þeir liðsfána og treyju til minningar um heimsóknina.