Styttist í Evrópumótið

Í ÖÐRU LJÓSI - Íslenska liðið sem tekur þátt í Evrópumótinu, C-flokki, núna í september: Jens Kristi…
Í ÖÐRU LJÓSI - Íslenska liðið sem tekur þátt í Evrópumótinu, C-flokki, núna í september: Jens Kristinn Gíslason, Haraldur Ingólfsson, Sævar Örn Sveinbjörnsson og Sveinn H. Steingrímsson.
Keppni í C-flokki Evrópumótsins í krullu hefst föstudaginn 24. september.

Íslendingar senda að sjálfsögðu lið á mótið og er helmingur liðsins kominn til Glasgow og búinn að fara á sína fyrstu æfingu. Hinn helmingurinn heldur utan á morgun og þá æfir liðið saman og tekur síðan einn æfingaleik á flottu krullusvelli í verslunarmiðstöðinni Braehead. Á föstudag fær liðið svo æfingu á svellinu í Greenacres, þar sem keppnin fer fram og á föstudagskvöld kl. 21 að staðartíma (20.00 að íslenskum tíma) hefst fyrsti leikur liðsins, sem verður gegn Luxembourg.

Krullumenn hafa bloggað síðan í vor um undirbúning liðsins og ætla að gera það áfram, um dvölina í Glasgow og að sjálfsögðu um leikina sjálfa - bloggsíða þeirra er hér.

Leikjadagskrá liðsins má finna hér.

Á vef heimamanna í Greenacres er svo að sjálfsögðu hægt að sjá allar upplýsingar um Evrópumótin (mixed og C-flokk), leikjadagskrá, liðin, úrslit og fleira - sjá hér.