Sumaræfingabúðir - 3 vikur á enda og 1 eftir

Hér er smá samantekt á viku 1, 2 og 3 í æfingabúðunum.

  • Nú eru 3 vikur af skautabúðum LSA á enda og skautarar sem og aðrir sem koma að búðunum að hvíla lúin bein yfir helgina.
  • Búðirnar hafa gengið vonum framar og eru framfarir mjög greinilegar, bæði á ís og afís.
  • Iveta gestaþjálfari er ánægð með hópinn í heild og segir mikinn mun á skauturunum frá því síðasta vetur þegar hún kom hingað í nokkrar vikur.
  • Það hefur verið frábær viðbót við okkar flotta hóp skautara að fá Ivönu og Peter til liðs við okkur þessar vikur, þau eru náttúrulega á heimsmælikvarða og mikið hægt að læra af þeim.
  • Audrey kvaddi deildina í gær og segist munu sakna krakkanna mikið. Hún sagði hópinn í heild vera svaka duglegan, hún hafi séð miklar framfarir bæði þol, styrk og liðleika. Hún vill koma þeim skilaboðum áleiðis til iðkendanna að halda áfram á sömu braut, að nota það sem þær eru búnar að læra hjá henni áfram í vetur og halda áfram að styrkja sig og liðka.
  • Í gær var liðleikapróf þar sem iðkendur voru verðlaunaðir fyrir ákveðinn árangur, Audrey og Helga sáu um að prófdæma, þeir sem ekki náðu lágmarkinu hafa aftur tækifæri til að taka prófið í lok 4 viku eða í fyrstu viku september.
  • Dregið var úr getrauninni í gær sem var eins konar próf á það hvað iðkendurnir mundu mikið úr fyrirlestri um næringarfræði. Dregnir voru 3 vinningshafar úr hverjum hópi, þ.e.a.s. dregið úr réttum svörum.
  • Síðasta vika æfingabúðanna er með öðru sniði en verið hefur. Hér neðar í fréttunum er tímatafla viku 4 og er mikilvægt að allir lesi hana vel yfir. Það verður einungis boðið upp á hádegismat á mánudaginn 24. ágúst en aðra daga þurfa allir að koma með nesti að heiman, hægt er að nota samlokugrillin og örbylgjuofninn áfram.
  • Á ís verður áhersla lögð á prógrammayfirferð, basic test æfingarnar og að sjálfsögðu almennar æfingar, stökk, pírúetta og spor og annað