Tap í Laugardalnum

Mynd: Ásgrímur Ágústsson (22.01.2013)
Mynd: Ásgrímur Ágústsson (22.01.2013)


Jötnar sóttu ekki gull í greipar SR-inga í fyrsta leik sínum á Íslandsmóti karla á þessari leiktíð. Helgi Gunnlaugsson skoraði eina mark Jötna í 8-1 tapi.

SR-ingar hafa styrkt lið sitt frá því á liðnum vetri, bæði með nýjum leikmönnum og eldri leikmönnum sem hafa komið úr fríi. Liðið hefur á að skipa tveimur tékkneskum leikmönnum. Zdenek Prochaska hefur verið ráðinn spilandi þjálfari SR, en hann spilaði um tíma með SA, og auk hans er Miroslav Racansky kominn til liðsins. Báðir voru atkvæðamiklir í mörkum og stoðsendingum í leiknum í gær.

Jötnar áttu litla möguleika gegn SR-ingum að þessu sinni. SR komst í 2-0 í fyrsta leikhluta og 4-0 í öðrum. Í þriðja leikhluta var staðan orðin 6-öö, en Helgi Gunnlaugsson skoraði eina mark Jötna með stoðsendingu Ingólfs Tryggva Elíassonar þegar um 10 mínútur voru eftir af leiknum,. SR bætti hins vegar við tveimur mörkum eftir það og lokatölurnar því 8-1.

Mörk/stoðsendingar
SR
Pétur Maack 3/1
Arnþór Bjarnason 2/0
Miroslav Racansky 1/2
Egill Þormóðsson 1/1
Ragnar Kristjánsson 1/1
Bjarki Jóhannesson 1/0
Zdenek Prochazka 0/3
Tómas Ómarsson 0/1
Refsingar: 14 mínútur

Jötnar
Helgi Gunnlaugsson 1/0
Ingólfur Tryggvi Elíasson 0/1
Refsingar: 4 mínútur

Atvikalýsing úr leiknum.

Næsti leikur Jötna verður laugardaginn 21. september þegar þeir mæta Húnum í Egilshöllinni.