Titilvörnin hefst um helgina

Varnarbræðurnir Björn og Ingvar gera kylfurnar klárar fyrir helgina
Varnarbræðurnir Björn og Ingvar gera kylfurnar klárar fyrir helgina

Um helga munu Bjarnarmenn koma í heimsókn og spila gegn Víkingunum hér í Skautahöllinni á laugardaginn kl. 17:30.  Þessi lið mættust í æsispennandi úrslitakeppni síðasta vor þar sem við bárum sigur úr býtum í 5. leik úrslitanna.  Liðin mættust svo aftur í Asetamótinu fyrr þessum mánuði og þar urðum við að láta í minni pokann gegn þeim í tveimur viðureignum.

 

Það er hins vegar ekki hægt að ganga út frá einhverju vísu í þessu því liðin öll virðast jöfn a.m.k. ef reynt er að lesa eitthvað úr þessum fyrstu leikjum tímabilsins.  SR lagði Björninn nokkuð auðveldlega í æfingaleik á dögunum og svo lögðu Jötnarnir SR-inga um síðustu helgi.

 

 Víkingar tefla fram svipuðu liði og í fyrra.  Í hópinn er kominn aftur Andri Mikaelsson en frá liðinu hafa farið Sigurður Árnason og Steinar Grettisson auk þess sem Josh Gribben mun ekki spila heldur aðeins þjálfa, og markamaskínan Helgi LeCunt fer fyrir liði Jötnanna.  Liðið er sterkt og kemur vel undan sumri og mikil tilhlökkun í mannskapnum fyrir átök helgarinnar.

Félagsmenn sem og aðrir áhugamenn um íshokkí eru eindregið hvattir til að láta sjá sig á þessum fyrsta heimaleik vetrarins og styðja við bakið á liðinu.