U-20 lið Íslands náði bronsi á HM

Strákarnir okkar (mynd: Árni Geir Jónsson)
Strákarnir okkar (mynd: Árni Geir Jónsson)

U-20 landslið Íslands í íshokkí náði bronsi í dag þegar liðið vann heimaliðið Nýja-Sjáland 10-0. Liðið átti frábærann dag og endaði mótið með stæl eftir vonbrigði gærdagsins og nokkuð ljóst að liðið hefði með góðu móti getað unnið mótið ef smá heppni hefði verið með liðinu. Sigurður Þorsteinsson var valinn besti leikmaður íslenska liðsins á mótinu.

Ísland byrjaði lekinn rólega en fyrsta lotann var markalaus þrátt fyrir að íslenska liðið hafi skapað sér nokkuð góð færi. Allt annað lið mæti svo á ísinn í annarri lotunni og létu skotunum rigna á mark Nýja-Sjálands og skoruðu 5 mörk í lotunni. Mörkin skoruðu Hjalti Jóhannesson, Jón Árnason, Hafþór Sigrúnarson, Edmunds Induss og Elvar Ólafsson. Það sama var uppi á teningnum í þriðju lotunni en liðið skoraði önnur 5 mörk en mörkin skoruðu Kristján Kristinsson, Sigurður Þorsteinsson, Heiðar Kristveigarson og Gabríel Gunnlaugsson tvö mörk.

Elvar Ólafsson var valinn besti leikmaður Íslands og Sigurður Þorsteinsson var svo valinn besti leikmaður Íslands í mótinu. Hafþór Andri Sigrúnarsson var stigahæsti leikmaður Íslands í mótinu með 3 mörk og 4 stoðsendingar í 5 leikjum.