U18 drengja landslið Íslands mætt til leiks á HM í Mexíkó

U18 drengja landslið Íslands í íshokkí er nú mætt til Mexíkóborgar í Mexíkó þar sem liðið keppir á HM í 3. Deild B á næstu dögum. Liðið leikur æfingaleik við Nýja-Sjáland strax í dag en mótið sjálft hefst svo á sunnudag. SA á 15 fulltrúa í liðinu að þessu sinni og einnig aðila í fararstjórn liðsins. Auk Íslands eru Hong Kong, Mexíkó, Nýja-Sjáland, Ísrael og Tyrkland í riðlinum en Ísland mætir Hong Kong í fyrsta leik mótsins á sunnudag kl. 19:00 á íslenskum tíma. Leikirnir verða væntanlega í beinni útsendingu en við birtum slóðina á Facebook síðu hokkídeildar á fyrsta leikdegi en á mótssíðu alþjóða íshokkísambandsins má fylgjast með tölfræði og dagskrá mótsins.

Leikmenn SA í liðinu:

Markmenn

Sigurgeir Söruson (07) SA

Varnarmenn

Aron Ingason (08) SA

Elvar Skúlason (08) SA

Finnur Finnsson (09) SA

Magnús Sigurólason (09) SA

Gabriel Benjamínsson (07) SA

Framherjar

Stefán Guðnason (07) SA

Bjarmi Kristjansson (07) SA

Þorleifur Rúnar Sigvaldason (07) SA

Bjarki Jóhannsson (07) SA

Alex Ingason (08) SA

Mikael Eríksson (09) SA

Bjartur Westin (08) SA

Sölvi Blöndal (09) SA

Askur Reynisson (09) SA

 

Fararstjórn liðsins:

Kristján Sturluson fararstjóri

Jóhann Þór Jónsson bráðatæknir

Karvel Þorsteinsson tækjastjóri

Martin Šimánek aðalþjálfari

Eduard Kascak aðstoðarþjálfari