Upplýsingar um Ice Cup.

Nokkrar upplýsingar fyrir þátttakendur Ice Cup 2009.
Mótið mun að öllum líkindum hefjast um kl. 13:00 fimmtudaginn 30. apríl. Ekki er búið að ákveða með hvaða hætti opnunarhófið verður en ljóst er að það verður með öðru sniði en undanfarin ár. Ástæðan er bæði kreppan og það að aðeins tveir útlendingar mæta til leiks að þessu sinni. Á fimmtudeginum verða leiknar tvær umferðir ( tveir leikir á lið ) sem þýðir að leikið verður fram á kvöld þann dag. Hefðbundinn leikdagur verður á föstudegi og lokaleikir verða væntanlega um kl.14:00. á laugardeginum. Lokahófið verður á Greifanum á laugardagskvöldinu. Kostnaður á hvern leikmann verður kr. 5.000.- Innifalið í því er þátttökugjaldið og miði á lokahófið. Aukamiði á lokahófið kostar kr. 3.800.-  Nákvæmari upplýsingar koma inn á vefinn síðar.