Úrslit helgarinnar

Andri Sverris opnaði reikninginn.
Andri Sverris opnaði reikninginn.

Víkingar og Ynjur héldu til Egilshallar á laugardaginn og áttu þar misjöfnu gengi að fagna.  Víkingar byrjuðu á að leggja Björninn með 5 mörkum gegn 3.  Sá leikur var nokkuð skemmtilegur, jafn framan af og hraður þó ekki hafi hann verið mjög áferðar fallegur.  Andrarnir Már og Freyr komu Víkingum fljótlega í 2 - 0 en Matthías Sigurðsson minkaði muninn fyrir lok lotunnar.  Bjarnarmenn bættu svo við tveimur mörkum til viðbótar í 2. lotu og höfðu þar með breytt stöðu sinni frá því að vera tveimur mörkum undir yfir í eins marks forystu, 3 - 2. 

 

Víkingar voru þó ekki af baki dottnir og bættu við tveimur mörkum úr "power-play" undir lok lotunnar og fóru því með 4 - 3 forystu inn í lokalotuna.   Mörkin skoruðu Rúnar Freyr Rúnarsson og Gunnar Darri Sigurðsson.  Í 3. lotu var sigurinn í raun aldrei í hættu en eina markið skoraði Jón Gíslason, sláin inn í "power-play" og innsiglaði góðan sigur.  Víkingar eru enn með fullt hús stiga, ósigraðir eftir 3 leiki. 

 

Mörk/stoðsendingar Víkingar:

Rúnar F. Rúnarsson 1/1
Andri Freyr Sverrisson
Andri Már Mikaelsson
Gunnar D. Sigurðsson
Jón Gíslason
Ingólfur T. Elíasson 0/2
Einar Valentine 0/1
Jóhann M. Leifsson 0/1
Björn M. Jakobsson 0/1

Refsimínútur Víkingar:  18 mínútur.

 

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Trausti Bergmann 1/1
Matthías S. Sigurðsson 1/0
Róbert F. Pálsson 1/0
Brynjar Bergmann 0/1
Bergur Einarsson 0/1

Refsimínútur Björninn:  28 mínútur.

 

Á eftir Víkingunum var komið að Ynjunum að spila við gestgjafana en þar er skemmst frá því að segja að Björninn var of stór biti að þessu sinni og lauk leiknum með 1 - 7 ósigri.  Eina mark Ynjanna skoraði Guðrún Viðarsdóttir úr vel afgreiddu vítaskoti en þess smá svo jafnframt geta að markvörður Ynjanna var að spila sinn fyrsta leik, en hún er 15 ára og byrjað að æfa í fyrra.  Liðið á þó klárlega eftir að styrkjast og stælast þegar líða tekur á veturinn.