Vel heppnuðu kvennamóti lokið

Stór kvennahópur að loknu móti. Ljósmynd Jódís Eva
Stór kvennahópur að loknu móti. Ljósmynd Jódís Eva
Kvennamótinu lauk á laugardagskvöldið á leik Hákarlanna og Snákanna en það var sjötti og síðasti leikur mótsins.  Mótið heppnaðist í alla staði mjög vel og segja má að mjög vel hafi tekist með að raða niður í lið, því öll liðin þrjú voru jöfn að styrkleika.  Leikmönnum úr öllum liðum og á öllum aldri var raðað saman í þrjár línur í hverju liði og séð var til þess að jafnar línur mættust með reglubundnum skiptingum.

Þetta leikfyrirkomulag einnig haft að leiðarljósi á kvennamóti fyrr í vetur sem haldið var í Egilshöllinni og hefur það gefið góða raun og óhætt að segja að þessi móti sýni vel bæði breiddina og fjöldann í kvennahokkíinu hérlendis.  Þessi mót eru kærkomin viðbót við annars heldur einsleita leikjaskrá vetrarins og upplagt að slá aðeins á létta strengi áður en átök úrslitakeppninar í MFL kvenna hefjst í byrjun næsta mánaðar.

Leikmönnum öllum og ekki síst gestum okkar, auk starfsfólks leikjanna og annarra er komu að undirbúningi mótsins færum við okkar bestur þakkir.