Fréttir

12.11.2024

Fyrsti leikur gegn Skautafélagi Hafnarfjarðar

Skautafélag Akureyrar mætir Skautafélagi Hafnarfjarðar í fyrsta sinn á íshokkívellinum næstkomandi fimmtudag þegar liðin mætast í Skautahöllinni á Akureyri í toppdeild karla. Skautafélag Hafnarfjarðar, sem var stofnað fyrir þetta tímabil, er með góða blöndu af ungum og efnilegum, reynsluboltum í sportinu og erlenda leikmenn. Liðið fór rólega af stað í deildarkeppninni en hefur farið vaxandi og náði liðið í sín fyrstu stig á Íslandsmótinu í síðustu viku þegar liðið tapaði í framlengdum leik gegn Fjölni. Leikurinn á fimmtudag er heimaleikur Skautafélags Hafnarfjarðar en þar sem að Hafnarfjörður er ekki komið með heimavöll sér SA um umgjörð utan vallar eins og um sinn heimaleik sé að ræða en Skautafélag Hafnarfjarðar verður heimalið á markatöflu og inni í umgjörð leiksins á vellinum. Við bjóðum Skautafélag Hafnarfjarðar velkomið til leiks og hvetjum fólk til þess að mæta í stúkuna á þennan sögulega viðburð og má búast við flottum hokkíleik. 
06.11.2024

Félagsgjöld Skautafélags Akureyrar komin í heimabanka

Greiðsluseðlar félagsgjalda eru nú komnir í heimabanka félagsmanna og þeirra sem eru tengdir félaginu á einn eða annan hátt. Félagsgjaldið er kr. 3.900 kr. en við vonumst til þess að þú kæri félagsmaður greiðir félagsgjaldið sem birtist í heimabanka þínum og leggir okkur lið við uppbyggingu félagsins. Ef þú ert ekki félagsmaður í dag en vilt fá greiðsluseðilinn þarft þú aðeins að senda póst á skautahollin@sasport.is og sækja um aðild og þá færð þú sendan greiðsluseðil í heimabankann þinn. Ef þú hefur ekki áhuga á að vera félagi þá er hægt að eyða henni en hún hverfur sjálfkrafa 1. mars.
29.10.2024

Gerum betur

Í kvöld fór fram námskeið í félagsaðstöðunni í Skautahöllinni þar sem starfsfólk, þjálfarar, stjórnarfólk og helstu sjálfboðaliðar þvert á deildir fengu kennslu og þjálfun í samskipafærni og menningarlæsi hvar útgangspunkturinn er að aukinn skilningur auki umburðarlyndi og virðingu. Fyrirlesturinn eru fyrstu skrefin í átt að betra og bættara andrúmslofti í félaginu og hjálpa okkur að gera betur í síbreytilegu samfélagi.
25.10.2024

Ein klára klár

Skautafólk sem man eftir útisvellunum eiga misjafnlega góðar minningar frá því að þurfa að byrja æfingarnar á því að hreinsa svellið af snjó. Oftar en ekki voru verkfærin verklegar sköfur sem kallaðar voru klárur.
25.10.2024

4 keppendur Skautafélags Akureyrar á Northern Lights Trophy um helgina

Um helgina fer fram í Egilshöll alþjóðlega skautamótið Northern Light trophy sem haldið er af ÍSS. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta mót er haldið. Við í SA eigum 4 keppendur á þessu móti.
24.10.2024

Dómaranámskeið á laugardag 26. október

Dómaranefnd íshokkísambandsins boðar til dómaranámskeiðs laugardaginn 26. október 2024. Námskeiðið verður haldið í Skautahöllinni á Akureyri og hefst klukkan 13:00. Dómaranefndin óskar eftir að fá alla sem munu dæma á yngri flokka mótum, bæði unga leikmenn og vel skautandi einstaklinga úr fullorðinsstarfi, óháð því hvort þeir séu keppendur í mótum sambandsins eða ekki á þetta námskeið. Félagsmenn í SA eru hvattir til þess að skrá sem flesta á þetta námskeið. Hægt er að skrá sig á námskeiðið í gegnum netið hér eða skanna QR-kóðann hér að neðan til að komast beint í skráningarformið.
24.10.2024

Marjo mótið

Fyrsta mót vetrarins
23.10.2024

Heilbrigðisteymið staðið vaktina í Skautahöllinni í heilt ár

Heilbrigðisteymi Skautahallarinnar á Akureyri, sem var stofnað síðastliðið haust að frumkvæði Jóhanns Þórs Jónssonar, hefur nú starfað í heilt tímabil. Heilbrigðisteymið hefur reynst frábærlega fyrir íþróttastarfsemi Skautahallarinnar og hefur skilað af sér greinargerð af tilefni þessara tímamóta.
Allir í stúkuna

Næstu leikir

Engir leikir á skrá

 

myndbrot

SA TV

Á SA TV youtube síðunni eru flest öll mót, leikir og viðburðir sem fara fram í Skautahöllinni á Akureyri sýnd í beinni útsendingu. Þar má finna allt efni einnig aftur í tímann.

SA tv

Lesa meira

Viltu æfa Íshokkí?

 
Byrjendaæfingar fyrir 2018 og yngri kl 17:00 þriðjudaga og fimmtudaga
Allur búnaður á staðnum og öllum velkomið að koma prófa! Bara mæta 30 mín fyrir æfingu.
Eldri árgöngum velkomið að mæta á æfingar og prófa með sínum árgangi en hafið samband við Söruh Smiley - hockeysmiley@gmail.com
Hokkírútan fer af stað í næstu viku og sækir 2015, 2016 og 2017 árganga í alla skóla bæjarins.

Handbók SA - fyrirmyndarfélag

Skautafélag Akureyrar er fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Viltu æfa Listskauta?

Langar þig að æfa?

Það kostar ekkert að koma prófa

Skráning og frekari upplýsingar:

Listskautar: Ingibjörg Magnúsdóttir: formadur@listhlaup.is

UPPLÝSINGAR FYRIR BYRJENDUR (4.HÓP)

 
 
    • Æfingar eru á mánudögum og miðvikudögum kl 16:00-17:15. Æfingarnar hefjast á upphitun afís. Við tökum á móti nýjum iðkendum yfir allan veturinn. Fyrirfram skráning er ekki nauðsynleg, en gott er að láta þjálfara vita. Það er frítt að prufa í eina viku.

    • Æfingafatnaður: Mikilvætt er að æfingafatnaður sé lipur, þægilegur og falli þétt að líkamanum til þess að þjálfari geti séð líkamsstöðu og líkamsbeitingu iðkanda. Kuldagallar, snjóbuxur, gallabuxur, hettupeysur og stórar úlpur er ekki æskilegur æfingafatnaður. Gott er að nota undirbuxur (ullarbuxur, sokkabuxur) og t.d. leggings eða flísbuxur yfir. Það er ekki gott að nota ökklasokka eða ullarsokka, bara venjulega sokka. Ávallt skal nota vettlinga á ísæfingum og vera með hjálm á höfðinu. Gott er að hafa buff eða eyrnaband undir hjálminum. Mikilvægt er að þeir iðkendur sem eru með sítt hár hafi það greitt vel frá andlitinu, með hárið í teygju eða noti buff.

    • Búnaður: Hægt er að fá bæði skauta og hjálma lánaða í skautahöllinni fyrir æfingar

    • Skráning iðkenda og greiðsla æfingagjalda fer fram í gegnum SPORTABLER SHOP kerfið. SPORTABLER er íslenskt vef - og snjallsímaforrit sem einfaldar alla viðburðastjórnun, samskipti og utanumhald íþróttastarfsins. Mikilvægt að allir iðkendur séu tengdir SPORTABLER til að fylgjast með ef það eru breytingar á æfingatíma. Nánari upplýsingar um SPORTABLER kerfi má finna hér

    • facebook síða 4. hóps https://www.facebook.com/groups/230321910761187

    • Nánari upplýsingar: formadur@listhlaup.is

      • Æfingagjöld
             
          Allur veturinn haustönn/vorönn Iðkendagjald ÍSS  
      1.hópur   315.000 kr 170.000 kr 3.500 kr  
      2.hópur   230.000 kr 130.000 kr 3.500 kr  
      3.hópur   165.000 kr 90.000 kr 3.500 kr  
      4.hópur     60.000 kr 3.500 kr  

       

 

Þjálfarar Listskautadeildar
Yfirþjálfari:
Jana Omelinová
Aðrir þjálfarar (aðstoðarþjálfarar hjá 3. og 4. Hóp(byrjendahóp):
Telma Marý Arinbjarnardóttir
Varvara Voronina (dans og byrjendahópur) : thjalfari@listhlaup.is
Kristbjörg Eva Magnadóttir
Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir

Viðburðalisti

Skoða alla viðburði

Frábær aðstaða

Verið velkomin í höllina

Skautasvellið í Skautahöllinni á Akureyri er opið fyrir gesti um helgar. Í skautahöllinni er hægt að fá leigða skauta og hjálma til afnots ásamt skerpingarþjónustu. Veitingarsala er opin á almenningstímum.

 

BÓKANIRAFMÆLIHAFA SAMBAND