Fréttir

14.02.2025

Frábær árangur Sædísar Hebu á Ólympíuleikum ungmenna í Georgíu

Sædís Heba Guðmundsdóttir lauk keppni á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar í gær en hún endaði í 22. sæti af 33. keppendum. Sædís fékk 36.58 stig fyrir stutta prógrammið sitt og svo 66.33 í frjálsa prógramminu í gær og 102.91 stig í heildina. Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar (Eyof) eru einskonar Ólympíuleikar ungmenna í Evrópu en 45 þjóðir taka þátt í leikunum sem fer fram í Gergíu í fyrsta sinn. Listskautakeppnin var haldin í glænýrri höll í Batumi en þar var einnig keppt í skautahlaupi og íshokkí. Sædís og hópurinn hennar sem kepptu í Batumi ferðast í dag til Bakuriani þar sem lokahátíðin fer fram. Við óskum Sædísi og Jönu þjálfara hennar til hamingju með þennan frábæra árangur. 💐
10.02.2025

Meistaraflokkarnir búnir að tryggja sér sæti í úrslitakeppnunum

Það voru þrír heimaleikir SA í Toppdeildunum í Skautahöllinni um helgina en liðin okkar tóku 6 stig úr leikjunum þremur og tryggðu bæði lið sér sæti í úrslitakeppnunum. Meistaraflokkur karla vann Fjölni á laugardag og kvennalið SA vann Fjölni í vítakeppni á laugardag en Fjölnir hafði betur í vítakeppni á sunnudag.
06.02.2025

Ylfa Rún keppir á sínu fyrsta Norðurlandamóti

Norðurlandamótið á listskautum sem fer fram í Asker í Noregi hefst í dag en Skautasamband Íslands sendir 4 keppendur til keppni sem allar að keppa í Advanced Novice girls. Við eigum einn keppanda í þessum hópi hana Ylfu Rún Guðmundsdóttir sem er á leið á sitt fyrsta Norðurlandamót. Ásamt Ylfu Rún keppa þær Elín Katla og Arna Dís frá Fjölni og Katla Karítas frá Skautafélagi Reykjavíkur. Ylfa skautar stutta prógramið sitt í dag en Ylfa er fyrst á ísinn í öðrum upphitunarhóp sem hefst kl. 15:25 á íslenskum tíma og hægt er að horfa á streymi af keppninni hér. Ylfa skautar svo frjálsa prógramið á morgun föstudag en mótið klárast svo á laugardag. Við óskum Ylfu og öllum íslenska hópnum velgengni og hlökkum til að fylgjast með ykkur.
05.02.2025

Risastór hokkíhelgi framundan hjá meistaraflokkunum

Það er risa hokkíhelgi framundan hjá meistaraflokkunum okkar en það verða þrír heimaleikir spilaðir í Skautahöllini um helgina. SA Víkingar mæta Fjölni á laugardag og meistaraflokkur kvenna spilar tvíhöfða við Fjölni laugardag og sunnudag. SA Víkingar eru í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni við Fjölni og SR en SA Víkingar eru í lykilstöðu með 3 stiga forskot á SR og 8 stiga forskot á Fjölni og eiga einnig leiki til góða. Kvennaliðið okkar er í góðri stöðu um sæti í úrslitakeppninni með 12 stiga forskot á SR en 3 sigum á eftir Fjölni svo leikirnir um helgina geta einnig skorið úr um hvaða lið nær heimaleikjarétt. Við búumst við frábærum hokkíleikjum um helgina og ætlum að fyllum stúkuna og styðja okkar lið til sigurs takk fyrir.
31.01.2025

Skautafélag Akureyrar fékk styrk frá Norðurorku

Á miðvikudag fór fram afhending á styrkjum Norðurorku til samfélagsverkefna vegna ársins 2025 í Menningarhúsinu Hofi en þar fékk Skautafélag Akureyrar veglegan styrk. Verkefnið sem Skautafélag Akureyrar fékk styrk fyrir eru skautar fyrir byrjendur á listskautum en en Stella Pauli tók við styrknum fyrir hönd Skautafélagsins. Skautafélag Akureyrar kann Norðurorku miklar þakkir fyrir styrkinn og þáttöku þess í samfélagsverkefnum á starfsvæðinu.
28.01.2025

Fjölmennasta MaggaFinns mótinu lokið

Um helgina fór fram MaggaFinns mótið í íshokkí í Skautahöllinni þar sem 9 lið heldri manna lið í blönduðum kynjum kepptu um MaggaFinns bikarinn eftirsótta. Mótið í ár markaði ákveðin tímamót því 20 ár eru síðan Magnús Einar Finnsson fyrrverandi formaður Skautafélags Akureyrar til margra ára lést en hann var meðal fyrstu manna sem tekin var inn í Heiðursstúku Íshokkísambands Íslands fyrir sín störf fyrir íshokkí á Íslandi.
27.01.2025

U20 landsliðið í 5. sæti á HM

Íslenska U20 landsliðið tapaði lokaleiknum sínum á HM naumlega með tveimur mörkum gegn þremur á móti Ísrael en ljóst var að sigur í leiknum gaf silfuverðlaun í mótinu. Ísrael fékk því silfrið en riðillinn var það jafn að Ísland datt niður í 5. sæti. Það má þó segja að frammistaða liðsins hafi verið góð og að gera jafn góða atlögu að verðlaunasæti og raunin varð er mjög ásættanlegur árangur. Við óskum liðinu til hamingju með gott mót og hlökkum til að fylgjast með þessu liði til framtíðar.
25.01.2025

U18 landslið kvenna vann til silfurverðlauna á HM

U18 kvennalandslið Íslands vann silfurverðlaun á HM í 2. deild B en liðið mátti sæta 0-2 tapi gegn Tyrkjum í hreinum úrslitaleik um gullverðlaunin.  Lokaleikurinn var mjög jafn en íslenska liðinu tókst hreinlega ekki að brjótast í gegnum Tyrkneska múrinn sem var hvattur áfram af stútfullri höll í Istanbúl og eflaust mikil upplifun fyrir okkar ungu stelpur en ekki alveg umhverfi sem liðið á að venjast. Íslenska liðið lék við hvern sinn fingur í mótinu og sýndi frábæra frammistöðu og jafnaði sinn besta árangur frá síðasta ári. Úrslitin í lokaleiknum eru eðlilega ákveðið svekkelsi fyrir íslenska liðið sem skapaði langflest marktækifæri allra liða á mótinu og var einnig tölfræðilega með bestu vörnina. Við óskum liðinu til hamingju með árangurinn og frammistöðuna og ljóst að framtíðin er virkilega björt.
Allir í stúkuna

Næstu leikir

  • Skautahöllin Akureyri

    SA Víkingar - SR

    SA Víkingar
    16:45 lau 8. mar
    SR
    Toppdeild karla
  • Skautahöllin Akureyri

    SA - SR

    SA
    19:30 lau 8. mar
    SR
    Toppdeild kvenna

 

myndbrot

SA TV

Á SA TV youtube síðunni eru flest öll mót, leikir og viðburðir sem fara fram í Skautahöllinni á Akureyri sýnd í beinni útsendingu. Þar má finna allt efni einnig aftur í tímann.

SA tv

Lesa meira

Viltu æfa Íshokkí?

 
Byrjendaæfingar fyrir 2018 og yngri kl 17:00 þriðjudaga og fimmtudaga
Allur búnaður á staðnum og öllum velkomið að koma prófa! Bara mæta 30 mín fyrir æfingu.
Eldri árgöngum velkomið að mæta á æfingar og prófa með sínum árgangi en hafið samband við Söruh Smiley - hockeysmiley@gmail.com
Hokkírútan fer af stað í næstu viku og sækir 2015, 2016 og 2017 árganga í alla skóla bæjarins.

Handbók SA - fyrirmyndarfélag

Skautafélag Akureyrar er fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Viltu æfa Listskauta?

Langar þig að æfa?

Það kostar ekkert að koma prófa

Skráning og frekari upplýsingar:

Listskautar: Ingibjörg Magnúsdóttir: formadur@listhlaup.is

UPPLÝSINGAR FYRIR BYRJENDUR (4.HÓP)

 
 
    • Æfingar eru á mánudögum og miðvikudögum kl 16:00-17:15. Æfingarnar hefjast á upphitun afís. Við tökum á móti nýjum iðkendum yfir allan veturinn. Fyrirfram skráning er ekki nauðsynleg, en gott er að láta þjálfara vita. Það er frítt að prufa í eina viku.

    • Æfingafatnaður: Mikilvætt er að æfingafatnaður sé lipur, þægilegur og falli þétt að líkamanum til þess að þjálfari geti séð líkamsstöðu og líkamsbeitingu iðkanda. Kuldagallar, snjóbuxur, gallabuxur, hettupeysur og stórar úlpur er ekki æskilegur æfingafatnaður. Gott er að nota undirbuxur (ullarbuxur, sokkabuxur) og t.d. leggings eða flísbuxur yfir. Það er ekki gott að nota ökklasokka eða ullarsokka, bara venjulega sokka. Ávallt skal nota vettlinga á ísæfingum og vera með hjálm á höfðinu. Gott er að hafa buff eða eyrnaband undir hjálminum. Mikilvægt er að þeir iðkendur sem eru með sítt hár hafi það greitt vel frá andlitinu, með hárið í teygju eða noti buff.

    • Búnaður: Hægt er að fá bæði skauta og hjálma lánaða í skautahöllinni fyrir æfingar

    • Skráning iðkenda og greiðsla æfingagjalda fer fram í gegnum SPORTABLER SHOP kerfið. SPORTABLER er íslenskt vef - og snjallsímaforrit sem einfaldar alla viðburðastjórnun, samskipti og utanumhald íþróttastarfsins. Mikilvægt að allir iðkendur séu tengdir SPORTABLER til að fylgjast með ef það eru breytingar á æfingatíma. Nánari upplýsingar um SPORTABLER kerfi má finna hér

    • facebook síða 4. hóps https://www.facebook.com/groups/230321910761187

    • Nánari upplýsingar: formadur@listhlaup.is

      • Æfingagjöld
             
          Allur veturinn haustönn/vorönn Iðkendagjald ÍSS  
      1.hópur   315.000 kr 170.000 kr 3.500 kr  
      2.hópur   230.000 kr 130.000 kr 3.500 kr  
      3.hópur   165.000 kr 90.000 kr 3.500 kr  
      4.hópur     60.000 kr 3.500 kr  

       

 

Þjálfarar Listskautadeildar
Yfirþjálfari:
Jana Omelinová
Aðrir þjálfarar (aðstoðarþjálfarar hjá 3. og 4. Hóp(byrjendahóp):
Telma Marý Arinbjarnardóttir
Varvara Voronina (dans og byrjendahópur) : thjalfari@listhlaup.is
Kristbjörg Eva Magnadóttir
Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir

Viðburðalisti

Skoða alla viðburði

Frábær aðstaða

Verið velkomin í höllina

Skautasvellið í Skautahöllinni á Akureyri er opið fyrir gesti um helgar. Í skautahöllinni er hægt að fá leigða skauta og hjálma til afnots ásamt skerpingarþjónustu. Veitingarsala er opin á almenningstímum.

 

BÓKANIRAFMÆLIHAFA SAMBAND