Aðalfundur foreldrafélags íshokkídeildar haldinn fimmtudag

Aðalfundur foreldrafélags íshokkídeildar verður haldinn fimmtudaginn 15. október kl 20:00 í fundarherberginu á svölum Skautahallarinnar.

Mikið og gott starf er unnið innan foreldrafélagsins svo og innan SA en til þess að það gangi þá þurfa foreldrar að koma þar að, þetta er ekki tímafrekt starf og allir gera tekið þátt.

Í reglum félagssins kemur fram eftirfarandi dagskrá fundar: 
http://www.sasport.is/static/files/af-gamla/pdf/reglurfyrirforeldrafelaghokkideildarsa_1_.pdf

1) Kosinn fundarstjóri og fundarritari.
2) Stjórn foreldrafélags gefur skýrslu um starfsemi félagsins á liðnu starfsári.
3) Gjaldkeri foreldrafélagsins gefur skýrslu um fjárhag félagsins og leggur fram reikninga.
4) Kosin 5 manna stjórn og tveir varamenn, formaður er kosinn sér en stjórnin skiptir með sér verkum á fyrsta fundi nýrrar stjórnar.
5) Lagabreytingar og önnur mál er fram kunna að koma.
6) Á fundinum ræður meirihluti atkvæða úrslitum allra mála.